Skírnir - 01.09.1992, Page 52
314
HELGIÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
gegn Snorra heldur Hrafni sem ekki hafi hefnt föður síns og þó
samneytt vegendum hans. I þriðja lagi sé á að líta að Hrafn muni
hafa farið með goðorð Snorra goða þegar hann sat á Sauðafelli
um 1257. Og í fjórða lagi séu jafnmargir stafir í nöfnunum Hrafn
og Snorri enda sé gamall ritháttur „Snori".60
Einn galli á kenningum Barða um Hrafn og Snorra er sá að
Ölkofraþáttur er í útgáfu Fornritafélags talinn með rökum hafa
orðið til um 125061 en Barði mun líta svo á, án þess að nefna rök,
að hann hafi orðið til eftir 1280. Fyrsta röksemdin er heldur ekki
þungvæg, Snorri er að vísu einu sinni nefndur fyrstur virðingar-
manna í þættinum en Skafti Þóroddsson er hins vegar fyrirliði
þeirra.
Hrafn Oddsson var átta ára, eða svo, þegar Órækja Snorrason
sendi Svein, ísfirskan mann, til að vega föður hans. Fimmtán ára
var hann í liði Órækju árið 1241, nauðugur viljugur, og líklega
einnig 1242 en á því ári fór Órækja utan. Hann kom ekki aftur til
Islands, dó ytra 1245, og fékk Hrafn því ekki færi á að vega hann
eftir að hann var kominn til fullorðinsára. Verður Hrafni síst af
öllu borið á brýn að hafa brostið kjark til að vega menn. Barði
telur ásakanir á hendur Snorra goða fyrir að hafa ekki hefnt föður
síns ómaklegar og sama verður að segja um „ásakanir“ Barða á
hendur Hrafni. Hvergi kemur fram í heimildum að Hrafni hafi
verið borið á brýn að hafa ekki hefnt föður síns, svo að mér sé
kunnugt. Er ekki heldur vitað um örlög Sveins ísfirðings, veg-
anda Odds.
Ekki er kunnugt hvort Hrafn fór með Snorrungagoðorð en
það er svo sem ekki óhugsandi. Varðandi fjölda stafa í nöfnum
verður varla fram hjá því litið að þeir eru einum fleiri í nafni
Snorra en hins vegar er rétt að rr var oft ritað R.
Hvað verður nú sagt um rök Barða þegar hann tengir saman
Hrafn og Snorra goða? Þau geta varla kallast mjög knýjandi og
hann lítur alveg fram hjá því hversu margt er ólíkt með þeim
60 Barði Guðmundsson, „Gervinöfn í Ölkofra þætti“. Höfundur Njálu. Safn rit-
gerða (Reykjavík 1958), bls. 203-24.
61 Austfirðinga sögur. Utg. Jón Jóhannesson. (Islenzk fornrit XI, 1950), bls. xxx-
vii-viii.