Skírnir - 01.09.1992, Page 53
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRI STURLUSON
315
Hrafni og Snorra. Verður að gera þá kröfu um svona samanburð
að rökin séu sérstök og knýjandi og þannig er því farið um sam-
anburð á þeim Gísla Súrssyni og Aroni Hjörleifssyni, lýsing
Gísla í Gíslasögu virðist að einhverju leyti mótuð af frásögnum
um Aron. Frá Aroni segir einkum í Islendingasögu í Sturlungu og
í Aronssögu sem er yngri. Sumt sem þessum sögum er sameigin-
legt er svo sérstakt að ekki getur talist vera tilviljun en stundum
má vera að Gíslasaga hafi mótað frásagnir Aronssögu. Hér skal
talið það eitt sem er sameiginlegt Gíslasögu og Islendingasögu:
Þeir Gísli og Aron urðu skógarmenn og dvöldust langdvölum í
Geirþjófsfirði, en flæktust líka um allt land og leituðu ásjár höfð-
ingja, án árangurs. Báðir nutu aðstoðar kvenna hjá Vaðli á Barða-
strönd. Njósnarmenn voru sendir að leita þeirra, fimmtán menn
sækja að þeim en þeir hafa einn mann með sér og komast undan
með ævintýralegum hætti. Báðir unnu við skipasmíðar. Þeir létu
bát reka á Breiðafirði, Gísli til að villa um fyrir óvinum og Aron
etv. einnig í sama tilgangi. Aron dreymdi að Guðmundur biskup
kæmi til hans og bæði hann vera góðan við fátæka og Gísli herm-
ir að draumkona sín hafi beðið sig um að vera vel við fátæka.
Aron dreymdi að yfir sig væri lögð skikkja en Gísla dreymdi að
yfir sig væri lögð húfa og er sambærilegt að breyttu breytanda.62
Ekki virðist sennilegt að Sturla Þórðarson hafi fundið upp á
því við samningu Islendingasögu að stæla Gíslasögu og setja td.
Aron niður í Geirþjófsfirði án nokkurra raka. Er hitt langlíkleg-
ast að höfundur Gíslasögu hafi verið kunnugur lífshlaupi Arons
og tekið það til fyrirmyndar. Skýringin kann að vera sú að yfir
Aroni var hetjuleg reisn. Þótt hann færi einförum, gerðist hann
aldrei útlægur þjófur sem bakaði sér óvild samfélagsins heldur
naut vináttu mektarmanna. Ofsóknir Sturlu Sighvatssonar á
hendur honum munu ekki hafa notið samúðar og Aron var því
kjörin söguhetja eins og Aronssaga sýnir.
62 Sjá um þetta Peter Foote, The Saga of Gisli with Notes and an Essay on the
Saga of Gisli by Peter Foote. (London 1963), bls. 130-31. Aðalgeir Kristjáns-
son, tilv. rit, bls. 148-58. Rolf Heller, „Aron Hjörleifssohn und Gisli Surs-
sohn“. Arkiv för nordisk filologi 81 (1966), bls. 57-63.