Skírnir - 01.09.1992, Page 59
DAVÍÐ ERLINGSSON
Saga gerir mann
Hugleiðing um gildi og stöðu hugvísinda
ORÐIÐ SAGA á sér þá miklu vídd að merking þess nær yfir 1) hvers
kyns frásögn og þar með athöfnina að segja eitthvað (að nokkru
leyti sama merkingarsvið og orðið sögn) og 2) hvað eina sem sagt
er eða sem ætti að vera gerlegt að segja, þótt það verði ef til vill
aldrei sagt; hér til er að telja það þegar orðið er haft um veruleik-
ann sem upp er tekinn í sögu, eða hægt væri að taka upp í sögu,
sbr. orðafar eins og „þegar þessi saga gerðist" og orðið „mann-
kynssaga". í samræmi við þessa víðfeðmi merkingarinnar er orð-
ið saga haft hér á eftir hvort heldur um eiginlega frásögu eða hvað
eina sem sagt er eða segjanlegt væri, og veldur það vonandi eng-
um erfiðleikum. Þessi faðmvídd orðsins bendir einnig til þess að
grunnhugmynd íslenzkrar tungu sé í samræmi við það sem hér er
haldið fram, en það er: að saga sé óhjákvæmileg grundvallarað-
ferð manns við að þekkja sig og veröld sína. Að í þeim skilningi
geri saga mann, og að af viðurkenningu þessa leiði það, að hafa
beri vísindin um mál, orð, sögu, boðskipti, í fyrirrúmi meðal vís-
inda.
Af þeim orðum veit lesandi nokkuð um, hvert stefnir á þess-
um blaðsíðum.
„I upphafi skal á endirinn líta“ eða „I upphafi skyldi endirinn
skoða" þekkjum við vel. I fullu samræmi við þetta heilræði er það
lögmál sem fullyrða má að gildi um sögur, það er að þær stefna
að endi sínum. Því er einnig rétt að segja að í þeim skilningi stýri
endirinn ávallt sögu, jafnvel þótt sá sem segir hana eða ritar viti
ekki enn hver endir hennar muni verða. I því tilviki er hann að
leita að endinum og rannsaka söguefni sitt. Endirinn stýrir eigi að
síður sögunni. Af því er eðlilegt að þetta mál hefjist við sögulok.
Skírnir, 166. ár (haust 1992)