Skírnir - 01.09.1992, Page 60
322
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
Fyrsta saga
1 sögulokaformálum eins og „köttur úti í mýri setti upp á sér
stýri, úti er ævintýri" eða „hann hljóp út um víðan völl, nú er
sagan öll“, er hnippt í áheyrandann til þess að flytja vitund hans
frá sviði sögunnar og aftur til þess sem „er“. Sá flutningur milli
tveggja sviða er ekki lítið ferðalag, því að saga er önnur veröld.
Sjálf erum við í þessari veröld hérna, og hana köllum við raun-
verulega. Hin er það ekki, að minnsta kosti ekki í sama skilningi,
þótt hún geti verið það á mismunandi hátt og í mismunandi mæli.
Þegar við segjum að saga taki veruleikann upp í sig eða
(endur)spegli hann, þá lýsir þetta skilningi okkar á afstöðu ver-
aldanna beggja og um leið á hlutverki sögu fyrir okkur: að vera
annar heimur sem við getum farið yfir í, og þá einna helzt til þess
að sjá þennan hér að utan, líkt og í spegli, t. d. þannig að ég sjái
sjálfan mig eða þú þig í tengslum við annað fólk og allt annað.
Þetta á við a.m.k. í þeim mæli sem ég lifi mig inn í söguna og hef
hana með mér yfir í þessa veröld hér, hef numið hana til vitundar,
eða hún orkar í undirvitundinni.
Það er vitneskja numin á hliðstæðan hátt, að utan, sem er eða
færir okkur það sem við köllum þekkingu eða vit yfirleitt. Því að
þekking sjálfs að innan hlýtur samkvæmt eðli sínu að vera með
öllu ósundurgreind, líkt og barnsfóstur og móðir eru eitt ennþá,
„ég“ (sjálfsverunnar) hefur þar ekki enn greinzt frá öðru sem í því
(al)lífi er. Manneskjan er þá ekki orðin til sjálf. Þekking er nám
og skilning eða skilningur, þ. e. upptaka og sundurgreining þess
sem skynfæri nema. Frumskynjuninni fylgir uppgjör, sem er það
að greina andstæður. I tveimur sagnorðum sagt er þekking það
ferli að vita (í merkingunni nema) og skilja og í öðru lagi ávöxtur-
inn af því ferli í minninu.
„Nú er sagan öll“ markar endi sögunnar, þ.e. eiginlegan dauða
hennar. Lífið í henni er tekið af, afnumið. Sá sem gengið hafði inn
í söguna, á vald lífs hennar, óvitandi sjálfs sín um sinn, horfið inn
í spegilsberg hennar og ef til vill samsamazt persónu í sögunni,
hann er nú sviptur þessari veröld af því að hún er dauð.
Að því leyti sem áheyrandi er (berg)numinn eða genginn inn í
söguna sem deyr, hlýtur hann vitanlega líka að deyja. Við hliðina