Skírnir - 01.09.1992, Page 62
324
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
skemmtunarlöngun, ef hann væri að spurður, má skilgreina sem
tilfinningu mannsins um það hve lítið hann veit og hafa um hann
hugtakið vanþekking. Skemmtun sem ekki er líka eitthvað annað
er ekki til. Óró sem leiðir manneskju til leitar að því sem hún tel-
ur ef til vill tóma skemmtun sprettur að einhverju leyti af þekk-
ingarhvöt. Vanþekking manns á stað sínum í veröldinni verður
aldrei umflúin til fulls, en hún er hættuleg og ósamrýmanleg lífi í
öryggi og farsæld. Leitin að bót við henni er jafn sífelld og enda-
laus og leitin að fullnægju frumþrárinnar, enda er hún vafalaust
undirrót margs í lífinu, meðal annars þess að maður fíkist eftir
því að gefa sig á vald frásögu. Frásagan færir manninn síðan með
sér til síns sérstaka dauða í og með sínum „öðrum heimi“. Ferðir
í aðra heima eru hættulegar, eins og við vitum, en þær eru oft
óhjákvæmilegar ef við viljum eignast þekkingu. Á þessari ferð
sinni með frásögunni hljótum við að gera ráð fyrir að áheyrand-
inn hafi líka komizt á snoðir um eitthvað, eignazt eitthvað, ein-
hverja mikilvæga þekkingu. Hafi sagan sem hann heyrði verið
ævintýri jafngildir þessi þekking hnossi því sem ævintýrishetja
sækir oft í annan heim. En með hnippingu sögulokaformálans er
áheyrandanum kippt út úr öðrum heimi og frá dauða sögunnar;
hann er aftur staddur á sínum gamla andlega samastað, og sá stað-
ur er nú betri en áður vegna hnossins, þess sem hann hefur tillifað
sér úr sögunni.
Önnur saga
í þessari sögu um mann sem heyrir sögu - hliðstætt því sem
væntanlega á einnig við um söguna sem hann heyrir - er með
þessum hætti um að ræða fjórar frumstöður markaðar af þeim
hugtökum sem um er að tefla í þeirri lífsreynslu sem það er að
ganga í björg magnaðrar sögu og við þekkjum öll. Þessi hugtök
eru líf-dauði og vanþekking-þekking, tvennar andstæður með
þeirri afstöðu á milli, sem þegar hefur verið skýrð að nokkru.
Vanþekking gerir tilveruna hættulega, en þekking gerir manni
færara að forðast dauða. Svo auðskilið er það; og auðséð er líka
að þessi sömu aflsvið takast á hvort heldur í sögu eða því sem við
köllum veruleikann eða tilveruna. Að því leyti er óhætt að full-