Skírnir - 01.09.1992, Síða 63
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
325
yrða að t. d. lygisögur og ævintýri nemi raunheiminn upp í sig
eða spegli hann, hversu óraunverulegar sem slíkar sögur kunna að
vera annars. Líf og dauði eru höfuðandstæðurnar sem sjálfsveran,
maðurinn eða mannshugurinn, færist á milli tvisvar sinnum, fyrst
frá tilvistarstað sínum í lífinu til einhvers útgarðs með hættu á
dauða og síðan aftur til baka. Hitt andstöðuparið er vanþekking
(sem er skortur, öndverður lífi) og þekking (sem er gnægð, önd-
verð dauða). Skorturinn og gnægðin, vanþekkingin og þekkingin
eru þeir áhrifsþættir sem valda færslunum tveimur, heiman og
heim, förinni eftir því sem vantaði heima. Þegar heim er komið er
sagan öll, hring hennar lokið.
Það sér sá sem veit og vill vita, að þessar fjórar stöður, sem hér
var lýst, eru skautin fjögur í kenningarlíkani A. J. Greimasar um
formgerð merkingarverðandi eða merkingarsköpunar („la struct-
ure élémentaire de la signification") í mannlegu máli yfirleitt. Al-
kunn ferskeytla hans um þetta lítur svo út:
„S og S1 tákna hér móthverfu, andstæður sem skilyrðast hvor af annarri (s.s. líf og
dauði). S(t.d. lygi) er bæði neitun S og forsenda S1, S1 (t.d. sannleikur) neitun S1 og
forsenda S.“ - Ur greininni um „frásagnarfræði" e. Ornólf Thorsson í: Hugtök og
beiti í bókmenntafrœði, ritstj. Jakob Benediktsson, Reykjavík 1983.
Greimas hefur einnig á sama röklegum grunni sett fram líkan af
undirstöðuformgerð frásagna. Bæði hefur mikið kennilegt rann-
sóknarstarf verið unnið á þessum grunni nú þegar, og reynsla af
notkun líkananna á mál og frásagnir er orðin talsverð og heldur
áfram að safnast. Að vísu eru viss vandamál tengd afstöðu neit-
andi hugtakanna, en út í það er ekki ástæða til að fara hér. Undir-
staðan virðist traust, gildi undirstöðulíkansins sýnist vafalaust og