Skírnir - 01.09.1992, Side 65
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
327
kerfi, og þar með að ekkert sé sjálfgefið lengur um samband
málsins við neinn veruleika.
Það sem nú var á orði haft um tákneðli og sögueðli þekkingar
og þar með vísinda og er samnefnari þeirra flestra, ef ekki allra, er
að vísu ekki nýfundin sannindi. Að verulegu leyti er um að ræða
athugun og hugsun sem á sér gamlar rætur. En nú háttar svo til, á
seinni hluta og undir lok 20. aldar, að þessi hugsun getur verið ný
og framandi, hvort heldur fyrir einstaka menn eða heil samfélög,
jafnvel samfélög fræðimanna. Hér er um að ræða hluti sem varða
heimsmynd og sjálfsmynd henni tengda, og þess vegna líka flest
sem við þær myndir tollir. Með því er komið að þriðju sögu, en
hún gæti verið reynslusaga þess sem áður greindi merkingar-
myndunina í reynslusögu þess sem hlustaði á frásögu; saga af
þeirri reynslu sem þetta viðfangsefni ásamt almennri umhugsun
um merkingarsköpunarfræði (táknfræði) og stöðu hans sjálfs í
veröldinni varð honum.
Þriðja saga
Hún er (líka) um breytingu á heimsmynd manns og er í sjálfri sér,
eins og þær fyrri, saga um langleiðisför og raunir við að koma
skilningi sínum á veruleikann. Hann er knúinn til farar af skorti,
galla, einhverju sem segir að sú heimsmynd sem hann hefur gert
að samastað sínum standist ekki. Það ógnar henni, er henni önd-
vert. Förin leiðir manninn í annan heim, ókunnan og hættulegan,
í leit að því lyfi eða hnossi sem geti gert heimaheim hans heilan.
Það tekst, að minnsta kosti í bili, og nú á hann öruggari samastað
í nýrri heimsmynd sem óhætt virðist að lifa við - þangað til eitt-
hvað verður sem kallar á endurnýjun.
Lítum nú á samastað þessa manns við upphaf sögu:
Honum var „komið til nokkurs þroska" og starfa við mannleg
fræði á þeirri öld (sem er að vissu leyti enn), þegar menn trúðu
því að velferð og raunhæfur þekkingarafli vísinda væri mest kom-
inn undir dugnaði í kostgæfilegri sérhæfingu. Einnig var þá, og
er, ríkjandi almenn hugmynd svonefndra raunvísinda um hvað
viðurkenna mætti sem eiginleg eða raunveruleg vísindi: Vísinda-
viðmið raunvísinda var tekið til fyrirmyndar, nálega í hvaða grein