Skírnir - 01.09.1992, Page 66
328
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
sem var. Það sem ekki gat með nokkru móti samrýmzt því hlaut
að eiga erfiðara uppdráttar, því að það var sýnu minna metið. Af-
leiðing raunvísindahyggjunnar varð m. a. undarleg og torskilin
samrugling veruleika og sannleika. Með þessu hugarfari var hlut-
veruleikanum skipað öllu æðra; og það lá við að orðið sannleikur
þætti ekki eiga tilverurétt nema sem samnefni hans, í vísindalegu
mæli. Vitanlega héldust orðin satt og sannleikur samt í málinu í
ýmsum hefðföstum hugsunarsamböndum. Raunvísindin skyldu
með tímanum leiða í ljós allan veruleika, og um annan sannleik en
hinn vísindalega mundi þá ekki þurfa mikið að tala, hygg ég að
menn hafi dreymt. Fráleitt skal hér að því látið liggja að menn á
borð við Albert Einstein eða Niels Bohr hafi nokkurn tíma hugs-
að þannig. Þéss munu ærin vitni að það gerðu þeir ekki. Til þess
hafa slíkir afreksmenn flestir verið sér of meðvitaðir um það dul-
arfulla í sjálfum sér og mátt þess. Hér er á hinn bóginn verið að
reyna að lýsa afstöðu sem „lá í loftinu" og mótaði hugarfarið eins
og þeir sjálfsagðir hlutir gera, sem eiga það til að eignast kraft
goðsagnar (mýþu) án þess að víst sé að þeir hafi nokkru sinni ver-
ið fullyrtir sem sannindi, en verða þó hluti af almennri trú. Dálít-
ið í þessa veru varð bjartsýnisglýjan sem á loftið brá af trú og von
efnisvísindanna.
Raunvísindahyggjan varð slík, að það andlega og guðdómlega
í eðli manns og sköpun og því sem hann skapar sjálfur gat varla
verið viðfangsefni eiginlegra vísinda. Þekkingarsviðum var skipt í
vísindi og fræði, sem voru sett hárri skör lægra. Um íslenzk vís-
indi var ekki talað nema það væru raunvísindi, en hugvísindin
voru fræði. Sá veruleiki sem raunvísindin voru og eru - oft með
frábærum árangri - að koma þekkingu sinni yfir varð að því
sannleiksljósi og von sem skipaði æðstan sess í huganum og fór,
að minnsta kosti í sumu tilliti, að skipa sess þess guðlega í huga
margra. Af þessu, og af beinum hagrænum viðhorfum við mat á
vísindalegum viðfangsefnum, hefur það leitt að starfsmenn hug-
vísinda eru minna metnir. Þeir menn sem höfðu vilja og báru
gæfu til að sinna hugvísindarannsóknum sem atvinnu lentu með
því í eins konar stofufangelsi, því að ríkjandi afstaða (þeirra
sjálfra og annarra) lokaði þá inni í fílabeinsturnum. Þar áttu þeir
að fá að vera við lærdómsiðjuna, og þess vænzt að þeir færu varla