Skírnir - 01.09.1992, Síða 67
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
329
að gera neinn óskunda af sér þaðan, t. d. með því að komast að
einhverju sem færi að breyta almennum hugmyndum um veru-
leikann, sem aftur gæti valdið raski, t.d. í pólitík. Hvað sem leið
ræðuhaldi um þjóðararf og menningu á tyllidögum, þar sem
ráðamenn neyttu goðsagna þjóðarinnar til styrktar áhrifum sín-
um og í þágu réttrar þróunarstefnu og málefna (þetta tvennt er
vitanlega eitt), þá var andrúmsloftið í menningunni ekki þannig
að vitlegt væri að trúa því að sú skoðun gæti orðið ríkjandi, að
iðkun hugvísinda og nýmyndandi rannsóknir á því sviði gætu
verið það sem mestu skipti og flest annað gæti verið undir komið
í menntamálum, í lífi manns og þjóðar. Á hverjum tíma er það
líka að vissu leyti hagsmunamál ráðandi afla, að goðsagnirnar og
veruleikahugmyndin breytist ekki um of, því að það er erfitt að
læra að leika á nýja strengi framandi sannleika. - Því máttu hug-
vísindamennirnir sitja hver í sínum sérfræðiturni, og þar unnu
þeir fræðum sínum hver sem betur gat, en að vísu íþyngdir því
oki að vera ekki mikils virði, ekki heldur að eigin áliti, enda
margir hverjir hughaldnir af vísindahugmynd frá raunvísindum.
Sú hugmynd réði miklu um val viðfangssviða og úrlausnarefna og
því hvernig úr þeim var leyst og svörin borin fram sem þekking.
Dæmi til íhugunar
Þetta ástand menntanna er að vísu varla hægt að gera skiljanlegt
með dæmum, nema þá alltof mörgum, enda mun þess varla vera
þörf. Samt er freistandi, enda þótt það lengi svolítið þessa þriðju
sögu, að benda hér á tvo þjóðkunningja í íslenzkum fræðum, þá
Einar Pálsson og Þórhall Vilmundarson. Báðir hafa þessir menn
helgað sig kjörnum viðfangsefnum sínum - og hér má íhuga,
hvað „helgað“ merkir - af því alefli andans að varla lætur þann
ósnortinn sem hrífst af átaki íþróttamanns við að taka sjálfum sér
fram og ná árangri, í þessum tilvikum þeim að skila hugmynda-
byltandi þekkingarbjörg í bú okkar.
Viðfangsefni Einars eru, eins og alþjóð mun vita, margvíslegar
helgar eða helgitengdar hugmyndir Islendinga í fornöld: goð-
sagnir, tákn og hugmyndir einkum bundin tölfræði og flatarmáls-
fræði - sem finna megi stað í hverju því heimildaefni sem forn-
menn hafa látið eftir sig, en mest er það vitanlega í orðum, allt frá