Skírnir - 01.09.1992, Side 68
330
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
örnefnum á landinu til bóksagna og kvæða, svo og í sjálfu sköpu-
lagi og inntaki texta. Njáls saga telst t. d. vera allegóría, reist á
táknmáli helgra hugmynda, og mannabyggð á tilteknum svæðum
á að hafa ákvarðazt af hugmyndum sem landnemar hafi borið
með sér úr heilagri flatarmálsfræði, fornum vísindum og heims-
myndarfræðum, að því er Einar reiknar út, og hefur leitað fanga
langt að til þeirra ályktana.
Þessum fræðum Einars, sem ekki verður lýst hér nánar, fylgir
jafnan háraddaður boðskapur hans um að þetta sé vanrækt fræða-
svið og að atvinnufræðimenn háskólans vilji ekki heyra erindi
hans. Sjálfur stundar hann fræðimannsverkið af eigin styrk og
efnum, að mér er tjáð. Slíkur fræðimaður verðskuldar virðingu,
um það mundi víst enginn deila, að minnsta kosti ef hann flytur
erindi sem er vel rökstutt, en er ekki rugl eða bábiljur. Hér skal
aðeins litið á framlag Einars í samhengi hugleiðingar um stöðu
fræðanna. Rannsóknir á fornmenningu okkar hafa almennt geng-
ið út frá því að hún sé þær menntir og hugmyndir sem landnem-
arnir höfðu með sér úr löndunum þaðan sem þeir komu, ásamt
þeim breytingum sem urðu í fornöld við aðlögun að nýjum stað-
háttum og með lærdómi frá öðrum. Menn hafa ekki yfirleitt gert
ráð fyrir því, að í farteski þeirra hafi getað verið heilög heims-
myndarfræði með sömu eða sams konar ummerkjum og vituð
eru hjá þjóðum austan við Miðjarðarhaf árþúsundum fyrir tíma-
tal okkar. Einstök atriði í slíka veru hafa að vísu áður komið fram
í fræðum, en þeim hefur lítt verið gaumur gefinn. En Einar er
frumkvöðull rannsókna á slíkum efnum á víðum grundvelli
heimsmyndarfræðanna. Þess eru óneitanleg og, að minni hyggju,
áhrifamikil dæmi að hann bendir á atriði í textum okkar sem
aldrei hafa verið skýrð á neinn sannfærandi hátt, en gætu fengið
góða skýringu í samhengi slíkrar hugmyndafræði. Fræðimenn í
íslenzkum fræðum hafa ekki gert ráð fyrir því sem raunhæfum
möguleika að forfeður okkar gætu hafa átt mikinn stofn helgi-
hugmynda um heiminn og lífið sameiginlegan með fornmenning-
arþjóðum austan og sunnan við Miðjarðarhaf. Frumkvæði Einars
í þessu efni ber að viðurkenna með þakklæti. En einnig er að því
að hyggja, að það er miklu víðar en hér að menn hafi talið sig
ráða illa við heilög heimsmyndarfræði sem rannsóknarefni, til