Skírnir - 01.09.1992, Page 69
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
331
þess að fjalla um þau á vísindalegan hátt. Hvernig ættu raunvís-
indalega mótuð hugvísindi líka að ná almennilega vísindalegum
tökum á helgi, því heilaga? Á hugtakinu því eru vitanlega til ýms-
ar skilgreiningar frá ýmsum sjónarhliðum. Vissulega er fyrirbær-
ið hluti af veruleika okkar, mannhelgi er til dæmis grundvallarat-
riði í réttarfari, en samt er eins og þetta vilji vera það sem það er,
aðeins hugmynd, sem að vísu orkar í raunveruleikans lífi, en erfitt
er að koma „raunverulegum" vísindum við.
Einn hluti málsins er auðvitað sá, að um langar árþúsundir
áður en sundurgreiningarviðleitnin varð að ríkjandi þætti í hugs-
unarhætti okkar, áður en sú sundraða heimsmynd varð til sem
fræðimaður nútímans á heima í, þá var heildarhugsunin ríkjandi.
Hún er það enn hjá svonefndum frumstæðum þjóðum, og hún
var það að mikilsverðu leyti líka hjá fornmenningarþjóðunum
fyrir austan Miðjarðarhaf - sem og hjá forfeðrum okkar á Islandi.
Þá gildir það, að öll athugun, líka raunvísindaleg athugun um
gang himintungla og gerð heimsins, verður prófuð við heildar-
myndina, veruleikann, þá heimsmynd sem fyrir er, og látin falla
að henni. Því að annað en að allt væri heild væri fráleitt. Hrein til-
viljun er ekki til í slíkum hugsunarhætti, í slíkum vísindum verð-
ur allt að falla saman, og maðurinn er hluti þess ásamt því sem
hann heldur heilagt.
Með viðureign sinni við heilög fyrirbæri í hugsunarhætti
fornmanna skipar Einar því efni í fyrirrúm sem hlýtur samkvæmt
skilgreiningu á mannvísindum eða hugvísindum að vera sjálfur
kjarni þeirra vísinda, miðjuviðfang rannsókna þeirra, nefnilega
maðurinn og hugurinn.
Þórhallur Vilmundarson fæst við efni sem fljótt á litið virðist
ekki jafn víðfleygt. Kjörsvið hans er örnefnafræði; hann fæst við
rannsóknir og skráningu íslenzkra örnefna. Hann er prófessor
við háskólann í sagnfræði, en án kennsluskyldu, og hefur veitt
Ornefnastofnun forstöðu síðan hann kom henni á laggirnar.
Hliðstætt því sem Einar Pálsson hefur gert í fjöldatali beitir Þór-
hallur þeirri aðferð að kasta fram leiðsögukenningu, til þess að at-
huga síðan hvort staðreyndir aðstæðna og heimilda gefi betri
skilning og skýringu í ljósi hennar en á annan hátt. En meðan
leiðsögukenning Þórhalls um íslenzk staðaheiti er aðeins ein, sem