Skírnir - 01.09.1992, Page 70
332
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
um er þörf að ræða, beitir Einar miklum fjölda slíkra leiðsögutil-
gátna. Leiðsögukenning Þórhalls er náttúrunafnakenningin, sem
hlýtur nú að mega heita þjóðkunn. Einar hefur gefið út mikinn
fjölda bóka í efnislegri hvirfingu um kenningar sínar, en Þórhall-
ur hefur birt allnokkrar vandlega samdar rannsóknarritgerðir um
örnefni og kenningu sína í Grímni, tímariti stofnunar sinnar, og
víðar. En kunnust hefur náttúrunafnakenningin efalaust orðið af
fyrirlestrum höfundar síns. Þórhallur er einn örfárra manna við
háskólann sem fyllir stóra sali væntingarfullum áheyrendum þeg-
ar hann boðar fyrirlestur. Það var einmitt eftir fyrirlestur hans
um kenninguna vorið 1991, sem að mér skaut þeirri hugsun sem
hér skal nú reynt að setja fram.
Kenning Þórhalls er sú að íslenzk staðanöfn séu að upphafi
gefin eftir auðkennum í landinu, staðháttum, kennileitum o. s.
frv., í einu orði að segja: náttúrunni. Síðar, en þó að mestu leyti
áður en varðveittar heimildir urðu til, hafi orðið sú breyting og
hreyfing á, að örnefnin urðu eftirnefningar og leidd af nöfnum
persóna. Sölvahamar, heitinn í heimildunum eftir einhverjum
Sölva, hafi áður verið sölvahamar, kennileiti, hamarinn þar sem
sölvatekja var fram undan í fjörunni. Óþarft er að rekja kenning-
una hér frekar, né heldur mótbárurnar gegn henni; þá líklega
einna helzta sem ekki vill við því taka frá Þórhalli né neinum öðr-
um að breytingin virði ekki söguleg hljóðlögmál tungunnar,
heldur brjóti gegn þeim þegar svo bjóði við að horfa. Mér virðist
það orðið ljóst að Þórhallur hafi í raun með rökum sínum og
vitnaburði um nöfnin sannfært marga fræðimenn sem aðra um að
mikil tilhæfa sé í kenningunni. Tjáð er mér að hann hafi í upphafi
viljað freista kenningarinnar sem algildrar um mannanafna-staða-
nöfn frá landnámsöld, viljað reyna í henni „þolrifin", en nú virtist
mér framsetningin ekki svo afdráttarlaus. Enda má fyrr mikið
vera hæft í kenningu en regla hennar gildi án undantekningar.
Ef við veitum nú mikilli tilfærslu örnefna í þessa átt viðtöku
sem sögulegri staðreynd, hlýtur að vakna spurning um hvernig á
henni standi, spurning um ástæðu, þörf eða orsök. Nöfn eru gerð
af mönnum og eru þáttur tungumálsins og þar með heimsmynd-
ar, boðskipta og sögu í ýmsum merkingum þess orðs. Nafnfræði
er því grein mannvísinda og hugvísinda og getur þess vegna ekki