Skírnir - 01.09.1992, Page 71
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
333
annað en stefnt að sama marki og þau, þegar lengst er til litið. Það
sem eftir á vekur ekki sízt athygli mína um þennan fyrirlestur og
aðrar örnefnarannsóknir Þórhalls er það að ég hef ekki orðið þess
var, að hann setti fram neinar hugmyndir um ástæðu til þeirrar
færslu nafnanna frá náttúru til manna sem hann hefur leitt okkur
fyrir sjónir. Þess er þó rétt að geta að ég hef ekki í tilefni af þess-
ari íhugun farið með leitarkambi yfir ritin, og víst þætti mér bet-
ur, ef staðhæfing mín reyndist ekki með öllu rétt. Því að ekki
dettur mér í hug að væna Þórhall um að hafa ekki í huga hinzta
og fremsta stefnumið fræðigreinar sinnar sem mannvísinda. Ann-
að mun fremur valda. Lesandi þessarar sögu fer nærri um það að
skerpa vísindalegrar afmörkunar og einnig sönnunarhæfni vitnis-
burðanna mundu þykja dofna við það, ef framsetningin og rök-
leiðslan menguðust af samblendi við huglæg efni, hvort sem þau
væru gerð þar að undirstöðu röksemda eða ekki. Slíkt getur leitt
af hugmynd okkar um vísindaleikann. Einna næst því að víkja
orðum að orsökum færslunnar virðist mér sem Þórhallur hafi far-
ið í fyrirlestrinum, þegar hann talaði um „merkingarsog" (orð
hans) sem afl hennar, en án þess að nefna af hverju eða hvaðan
hann ætlaði að sogið kæmi til.
Helgun umhverfisins
Ég leyfi mér nú að setja fram hugmynd um þetta, og þótt hún sé
lauslega afmörkuð og ég styðji hana ekki hörðum rökum, virðist
mér þó einboðið að á því sviði sem ég nefndi áður til hljóti að
verða að leita helztu skýringarinnar á soginu því arna. Það svið er
í hugarfari mannsins.
Landnemar helguðu sér (sumir a. m. k.) í upphafi landið. I því
orði felst miklu meira en að „slá eign sinni á“ það. Menn hafa líka
haft (og hafa raunar enn) þörf fyrir að slá nokkru af sjálfum sér,
helgi sinni (mannhelgi) á umhverfi sitt, landið. Hamar Sölva,
manns eða vættar sem einu sinni var (eða var ekki), bindur stað-
inn mönnum á annan og nánari hátt en hamarinn sem kennileiti
sem vísar til fjörumatar. Á þann hamar sem var aðeins sölvaham-
ar hefur ekki verið komin mannhelgi. Ef til vill mætti samlíkja
þessu við það hátterni dýra að skilja hér og þar eftir nokkuð af
sjálfum sér til að merkja sér heimaslóð í veröldinni, og víst er