Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1992, Page 73

Skírnir - 01.09.1992, Page 73
SKÍRNIR SAGA GERIR MANN 335 að hugsa um þörf hugvísinda fyrir eigin viðmiðanir. Fráleitt væri að vísu að tala eins og slíkar fyrirmyndir og rökfærslur væru ekki til. Víst eru til rannsóknir og rit um heimspeki og aðferðir vís- inda, og í Háskóla Islands eru haldin námskeið um þau efni. En á öld hraðfara breytinga, þegar gamlar og grónar fræðigreinar splundrast og nýjar spíra, mér liggur við að segja út um allt, er meiri þörf en endranær að athuga þetta allt að nýju. Læt ég nú dæmisöguinnskotinu lokið og kem aftur að þriðju sögu. Það er saga þess manns sem greindi sögu mannsins sem hlýddi á upphaflegu söguna, sögu 1. Saga áheyrandans er því saga 2, og saga greinandans er saga 3. Áður var reynt að draga upp með al- mennum dráttum stöðu þessa manns í þeirri heimsmynd sem við honum blasti og honum innrættist næstum óhjákvæmilega, og átta sig á þeirri afstöðu hans og aðstöðu gagnvart fræðum sínum sem af hlaut að leiða. Reynt var, m.ö.o., að marka sjónarhól hans og samastað, þaðan sem hann lítur bæði heiminn og fræðin. Það sem hann sér þaðan er heimsmynd hans og hún hlýtur að ráða fjarska miklu um hvað hann tekur sér fyrir hendur af fræðilegum rannsóknarefnum og hvernig hann vinnur úr þeim, eins og áður var bent á. Heimsmynd og vísindi Nú hefur um sinn verið önnur öld, öld miklu örari breytinga en áður. Segja má að tíminn sé orðinn allur annar en var, þannig að hætt er við að sá sem stundaði háskólanám í mannvísindum, til að mynda á árunum upp úr 1960, og hélt sig þá hafa numið nokkuð sem dygði sem raunverulegur þekkingarbotn (féll í gildru sjálfsá- nægju og þar með sjálfsnægðar þekkingar sinnar?), hann viti nú ekki hvað um er að ræða og tefla þegar hann reynir að lesa fræði- bækur í sömu vísindum 20-30 árum síðar. Það sem á milli ber er ekki lítið. Hafi vísindin sem hann lærði verið um íslenzkar menntir, bókmenntir, menningu, þá er það ekki sízt klifunarstef þessarar greinar sem ber á milli: Það að málið, saga, frásaga, sé að sínu leyti fyrst til allrar vitneskju og vísinda. Spakmælið „Orð eru til alls fyrst“ var eiginlega ekki til sem undirstaða hugsunarinnar á þeim tíma þegar raunvísindahyggjan mótaði hugina. Afstaðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.