Skírnir - 01.09.1992, Síða 74
336
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
milli veruleika einhvers konar og til að mynda bókmenntatexta
var ekki í sjálfri sér gerð að því undirstöðuvandamáli sem hún er,
og þannig varð mönnum ekki heldur nægilega ljós sú nauðsyn að
rýna að upphafi í og greina fyrst eigin formgerð og boðskiptaeðli
textans áður en farið væri til þess að taka hann til heimildar um
„sanngildi" einhvers veruleika sem hann vísaði til eða hefði
numið upp í sig með einhverjum hætti.
Sú hugmynd, sem við teljum nú vera sanna, að saga geri
manninn í þeim skilningi og að því leyti sem til kasta og viðfangs-
efna mannvísinda kemur, hún var þá ekki til í þeim skilningi að
hún komst ekki á loft fyrir ríkjandi goðsögn. Með því hugarfari
hlaut það að vera óskiljanleg golfranska sem höfundur Fyrstu
málfræðiritgerðarinnar lét sér um fjöðurstaf fara, í fullri alvöru,
að ég hygg, að „Skáld eru höfundar allrar rýni eða máls greinar
sem smiðir [gripa/smíðar] eða lögmenn laga“. Samkvæmt sjálf-
krafa raunvísindahyggju geta skáld vitanlega ekki verið upphafs-
menn allra (ekki einu sinni hug-) vísinda. En um leið og við vit-
um að vísindi geta ekki verið öðruvísi en samlíf málinu, hlýtur að
rofa til. Þá verður ekki lengur vitleysa að segja þetta, heldur sann-
yrðing. Skáld, sá sem fæst við að ráða það sem verður í orðinu,
táknmálinu, getur þá ekki annað en verið upphafsmaður allra vís-
inda, án undantekningar. Á vísindahyggjuöld gat hin almenna
hugmynd um skáldið ekki verið slík að hún leyfði þennan skiln-
ing. Skáld voru að vísu vitrir menn og skemmtilegir, og verk
þeirra stuðluðu að andlegum þroska, en þeir voru þó (og eru?)
utan þeirrar brautar þar sem veruleikinn, sá sem er sannleikanum
æðri og gleypir hann upp í sig, á heima og á að verða afhjúpaður
með eiginlegum vísindum. Skáld voru hálfgildings hérvillingar
því að það gat ekki verið ætlunarverk þeirra að afhjúpa hinn
raunverulega veruleika=sannleika, þann sem öllu skipti fyrir
manninn að fá að vita.
Þetta er lítið dæmi þess hvernig raunvísindahyggjan hefur rek-
ið fleyg skilningsleysis milli okkar og miðaldamanna - og þess, í
annan stað, hve nauðsynlegt það er að losna úr böndum sjálf-
sögðu hlutanna í okkar tíma til þess að skilja boð og menntir
annars tíma. Freistandi er að nefna hér líka það orð sem svo
miklu skiptir í upphafi Jóhannesarguðspjalls, orðið: „I upphafi