Skírnir - 01.09.1992, Page 75
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
337
var orðið, og orðið var hjá guði, og orðið var guð“. Hvernig ætti
að koma því heim og saman, með sundurgreinandi hugsun, að
orðið sé sama sem guð? Ætli standi ekki í mörgum að skilja það,
og ekkert síður þeim sem reynt hafa að sérhæfa sig til skilningsins
- þangað til ef til vill kemur að manni sú hugmynd að guð sé per-
sónugervingur sjálfrar verðandinnar og þar með heimsskipunar-
innar, þess sem gerist án finnanlegs geranda: undurs gróðrar og
vaxtar, lífs og dauða. Þá verður guð sama sem orð(ið). Þess vegna
er guð einnig sagður hafa sagzt vera kærleikur, og „sannleikurinn
og lífið“. Þetta er hugsun sprottin í öðru hugarfari en okkar, og
skal ekki farið lengra út í það hér.
Varasamir sjálfsagðir hlutir
Áþ eirri öld sem nú er, með sínum hraðgengu breytingum og
ádynjandi nýmælum - tæknibyltingin í geymslu og miðlun vitn-
eskjunnar er ef til vill afdrifaríkust þeirra að því er varðar ný við-
horf í vísindum mörgum og félagsháttum manna yfirleitt -, á
slíkri öld verða fílabeinsturnar stökkir, og líklega má líta á það
sem nauðsyn að þeir hrynji, að minnsta kosti að því leyti sem þeir
eru myndhverfing fyrir safn af sjálfsögðum hlutum í andlegri sem
veraldlegri undirstöðu tilvistarinnar hjá fræðimönnum. Þegar
sjálfsögðu hlutirnir eru ekki sjálfsagðir lengur, og sumir eru ljós-
lega orðnir rangir, þá hlýtur maðurinn að skynja það. Og ef það
er ekki einskær forvitni, þá hlýtur það að vera uggur vegna til-
finningar um yfirvofandi hættu sem rekur hann í langleiðisför til
þess að reyna að vita betur. Hafi maðurinn ekki verið frá upphafi
„dauður“ fræðimaður, er ferðalag hans í rauninni sífellt, sífelld
leit að þekkingu gegn dauðans hættu sem vanþekkingin leiðir til.
Hann er þá sífellt að fara yfir og endurgera þá sögu sína sem í er
fólgin sjálfsmyndin og heimsmyndin út frá þeim spurningum sem
að honum kalla. Vissulega mætti hugsa sér að lýsa þróunarsögu
manneskju sem breytingunni á þeim spurningum sem á hverjum
tíma liggur á að hún fái svör við. I heildina séð gengur þetta ferli í
samræmi við sama röksemdalíkan um merkingarsköpun og áður
var vitnað til. Það er spurning um líf eða dauða. Þess er ekki að
vænta að slík saga sé án átaka eða viðurlaga; það sem um er að
tefla er í rauninni lífið sjálft. Lífið getur legið við að manni auðn-