Skírnir - 01.09.1992, Síða 77
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
339
var kominn til Kólónos, þangað sem hann staulaðist öllu rúinn í
sviptingum ævi sinnar og kominn að fótum fram, mælti hann á
þessa leið:
Nú, þegar ég er ekki neitt, er ég loksins til þess búinn að vera
maður.
Það sama hefði íslendingurinn Hrafnkell Freysgoði getað sagt
með fullum sanni, eftir að ofstopi hans sjálfs hafði leitt hann til
allsleysis, en hann hafði þó þegið að halda lífinu. Talsverðu mun-
ar á sögu hans og Odipusar, en innsta þema Hrafnkels sögu er að
mínu viti eigi að síður um þroskun hugarins eins og saga Ödipus-
ar, og því er síður en svo goðgá að lesa hana sem uppskrift að sál-
greiningu, að því leyti sem við á, og það er ekki lítið: Hrafnkatli
auðnaðist að komast úr haldi meinloku sinnar, endurskoða út frá
því sjálfsmynd sína og skapa sér nýtt líf í sátt.
Goðsögn og meinloka
Svo nærri dauða af völdum meinloku sem Hrafnkell vona ég að
enginn verkamaður í íslenzku sannleiksgerðinni á akri hugvísinda
komist, en muna verður að dauði er ekki aðeins líkamlegrar
merkingar, og því á dæmi Hrafnkels um þrautina að þroskast við
um vísindamenn og listamenn jafnt sem aðra menn. Samferða
fjölmiðla- og tölvuöldinni með öllum sínum róttæku mannlífs-
breytingum hefur orðið mikil og merkileg gerjun í þeim undir-
stöðu-hugvísindum sem fást við málið sem táknheim, við boð-
skipti og málmenntir. Það er fjarri því að vera uppgötvun þess
sem hér fingrar tölvuritvél að saga geri mann, en þetta er hug-
mynd og sannleikur sem rúmast ekki í sjálfvirkri goðsögn raun-
vísindahyggjunnar, og ber því nauðsyn til að velta goðsögninni
úr hreiðri hugsunarinnar, sem sjálfsögðum hlut sem er (orðinn)
rangur og getur verið sannkölluð meinloka og hættuleg, af því
hve erfitt getur verið að finna í sér sjálfsögðu hlutina og horfast í
augu við þá. I þessum undirstöðu-vísindum (hér er auk málvís-
inda og bókmenntafræði einkum átt við formgerðarstefnuna og
framhald hennar, sem og hræringar í túlkunar- og táknfræði) er
því einnig rétt að segja að ný öld sé komin eða að koma, og sú
hætta getur ógnað fræðum og fræðimönnum að komast ekki inn í
hana, vegna meinloku eða úreltrar goðsagnar. Raunvísindagoð-