Skírnir - 01.09.1992, Page 78
340
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
sögnin hefur lengst af á þessari öld lokað fyrir mönnum skilningi
þess, að „skáld eru höfundar allrar rýni“, að rannsakendur orðs-
ins eru upphafsmenn allra vísinda. Verður að ætla að höfundi
Fyrstu málfræðiritgerðarinnar hafi verið það nokkuð augljós
sannindi, en nú bendir þessi nýja öld okkur til skilnings á því aft-
ur.
Vanræktar undirstöður
Fordæmi raunvísindanna hefur valdið því, hér sem víða annars
staðar, að ekki hefur verið reynt að stuðla sérstaklega að rann-
sóknum í undirstöðuvísindum máls, sögu, boðskipta, enda þótt
löngum hafi verið til stöður (og styrkir) til rannsókna í öðrum
málvísindum, og síðan á hinn bóginn í bókmenntum, sagnfræði
o. s. frv. Þess má minnast um bókmenntirnar, að lengi var ekki
kennd við háskólann nein eiginleg bókmenntafræði, heldur vitn-
eskja um einstök verk bókmennta og um bókmenntasögu, sem
vitanlega miðaðist helzt við úrvalsverkin. Breyting er að vísu orð-
in á til batnaðar, en sú staðhæfing stenzt þó að verulegu leyti enn,
að ekki hefur sérstaklega verið reynt að rækta nýjar rannsóknir
um undirstöðuefni menntanna. Sú var öldin að menn rituðu all-
þykkar bókmenntasögur og gátu það vegna þess að þeir efuðust
lítt um sjálfsagða hluti sína og afstöðuna í grunni verka sinna. Nú
vísa grunnvísindin vakandi manni í svo margar áttir að það mætti
jafnvel þykja bera vott um vissa hugblindu að skeiða út í slík verk
án þess að taka að upphafi erfiðar, en allsendis óhjákvæmilegar, á-
kvarðanir um hvað hafa skuli fyrir fast land undir fótum á sjónar-
staðnum. Undirstöðuvísindi mega því enn heita vanrækt að ýmsu
leyti, og því miður eru hér ekki tök á að gera úttekt á því efni.
Við höfum t.d. lengi átt góða menn í textavísindum og útgáfu-
fræðum eins og í bókmenntasögu, en fram á síðustu ár engan al-
mannaþjón í munnmenntafræði, þ.e. andlegri þjóðmenntafræði
og undirstöðum hennar. Slík hefur virðingin verið fyrir „einstæð-
um“ og frábærum úrvalsbókmenntum eins og Njálu, Eglu,
Gerplu, að nægilegt vísindalegt afl og frumkvæði hefur ekki
komið fram til þess að beina rannsóknum að því almenna og
frumlæga, sem er undirstöður menningarinnar í hversdagslegu
orði og boðskiptum þjóðar í viðureigninni við það að skilja sjálfa