Skírnir - 01.09.1992, Page 79
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
341
sig og líf sitt og heim; í einu orði: sögu, í þeim skilningi sem hér
er rætt um. Eðlisfar munnmennta er viðfangsefni vísinda sem
heimta sinn eigin rétt og athygli ekki síður en háar bókmenntir,
og þau vísindi þurfa í sjálfu sér ekki skírskotunar til bókmennt-
anna sem halds fyrir kröfu sinni.
Frumburðurinn og skyldur bans
Það ber stundum við að heimspekilega sinnaðir raunvísindamenn
benda á að vísindageta sín takmarkist við það sem gerlegt er að
hugsa á málinu, eða með þeim huga sem lært hefur að hugsa með
málinu. Þá hugsa ég mér að vísindahyggjuhaldnir hugvísinda-
menn taki ólítið viðbragð, því að þá hefur þeim verið sagt það
sem ég hef verið að reyna að segja hér: að maðurinn sé mótaður
af táknheimi sínum, málinu, og í honum geri hann sér sjálfsmynd
sína, sem er saga, sem hann hefur sífellda þörf fyrir að fara yfir og
endurgera í ljósi nýjustu ögrunar, spurningar, reynslu. I ljósi
þessa er það vitanlega alveg „satt“ hjá höfundi málfræðiritgerðar-
innar fornu, að rannsakendur orðsins eru frumkvöðlar allra vís-
inda.
Af þeim sökum hlýtur þjóð sem vill rækta menningu sína að
skipa vísindunum um orð og mál og sögu til þess fyrirrúms sem
þeim ber vegna þeirrar stöðu í lífinu að fást við þann grunn sem
öll önnur vísindi og hyggindi standa á. Og eftir viðbragð sitt
hlýtur hugvísindaþjónninn að vera sloppinn úr hættu hugheld-
unnar og heim í sinn samastað, sem hann ætti þá að vera færari
um að bæta og gera traustari með afla þekkingar sinnar. Hann
hlýtur nú líka að stíga á stokk og krefjast frumburðarréttar vís-
inda sinna og þess að fá að gegna skyldum þeirra í samræmi við
þann rétt í mannlegu og félagslegu tilliti.
Stýri kattarins
Þegar áheyranda er kippt út úr söguveröld, hefur hann nokkuð
með sér þaðan; það gæti verið stýri kattarins sem hleypur nú um
víðan völl eða mýri þessa heims, og það gæti verið nokkurt skiln-
ingsins stýri sem orkaði á meðvitaðan eða óvitaðan hátt sem leið-
arljós við tilbúnað sjálfsmyndar og myndar af veruleikanum. Ef
til vill líkt og ljóstýra sú sem ketta, móðir höfuðandskota hetj-