Skírnir - 01.09.1992, Page 81
SKÍRNIR
SAGA GERIR MANN
343
ýtarlega og með ærnum tilvitnunum og dæmum (Víst hefur hvarflað að
mér að bærilega heppnað kver um „sjálfsagða hluti“ Islendinga gæti orð-
ið afar þarflegt rit, en ráðrúm hefur ekki gefizt til þess). Eða sá kostur
sem hér er tekinn: ritgerðarkorn, efnislega þjappað á þann hátt, að iðu-
lega verður ekki við komið sundurliðaðri rakningu, né heldur tilvísunum
svo að með góðu móti væri. Þó er greinin, eins og aðrar afurðir fræði-
manna, vitanlega sprottin af því að jórtra sér orð og hugsun (mest úr rit-
um) annarra.
Úr því má reyna að bæta hér í örfáum atriðum. Dálítil viðureign við
undirstöður og helztu hugtök frásagnarfræði (narratólógíu) hefur sýnt
mér fram á ýmis dæmi þess að tungumál okkar sjálft er miklu betri og
meiri fræðingur en margir þeir vísindamenn sem við höfum haft tilhneig-
ingu til að virða mjög. Merkingarhlutverk íslenzka orðsins saga sem var
upphaf þessa máls (eins og það er í vissum skilningi allra mála) er mjög
gott dæmi um það. Af orðinu leiddi síðan þá eðlilegu byggingu (í sög-
um) sem gerði kleift að koma efninu saman í ekki fjarskalega langt rit.
Um frásagnarfræði á kenningarlegum grunni merkingarsköpunarfræði
(semíótíkur, táknfræði) eru nú orðið til ótal rit. Eg læt nægja að nefna
hér danska gerð eða þýðingu á franskri hugtakabók A. J. Greimas og J.
Courtés (frá 1979) sem Per Aage Brandt og Ole Davidsen ritstýrðu:
Semiotik. Sprogteoretisk ordbog (Aarhus 1988). Á íslenzku skortir enn
sæmileg rit um þessi efni, en góð undantekning frá því er greinasafnið
Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, sem Bókmenntafræðistofnun Háskól-
ans gaf út 1991 (Fræðirit 7).
Um þá fullyrðingu í ritgerðinni að margir hinna beztu raunvísinda-
manna finni til þess vanda að vísindagetan takmarkist af því sem gerlegt
sé að hugsa á og út frá málinu, mætti benda á ýmis vitni. En ég tek til
dæmis bók eftir Fritjof Capra, The Tao of Physics. An Exploration of the
Parallels Between Modern Physics and Eastern Mysticism (2. útg., endur-
skoðuð, New York og víðar 1984), þar sem allvíða kemur margt fram
um þetta. Höfundur er lærður eðlisfræðingur sem snúizt hefur að ein-
hverju leyti á sveif nýaldarfræða. Hann rekur áfangana í sögu kjarneðlis-
fræðinnar á þessari öld og heldur því fram að það sem hún hafi verið að
komast að á síðustu áratugum komi á margan hátt heim við austurlenzk-
ar dulspekikenningar. í bókinni er mikil vitneskja sem ég hygg að sé á-
reiðanleg að því er raunvísindin varðar. Tel ég að hver sem væri gæti haft
gagn af bókinni án þess að þurfa að aðhyllast lífsskoðunarboðskap dul-
hyggju.
I því sem sagt var um hlutverk og vísindi sálgreiningar er sitthvað
sem spratt beint og óbeint af að lesa bók eftir Shoshana Felman um
kenningar J. Lacans, sem eru að verulegu leyti endurskoðun á og við-
bygging við kenningar S. Freuds, Jacques Lacan and the Adventure of
Insight. Psychoanalysis in Contemporary Culture (Cambridge, Mass. og
víðar 1987). Mér hefur fundizt verk Shoshönu Felman vera hin bezta