Skírnir - 01.09.1992, Page 85
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
Sólin, hellirinn og hugsanir Guðs
Hugleiðingar um Platonisma og samtímaloeimspeki
HÆGAST er að gera grein fyrir frummyndakenningu Platons með
því að leggja út af hinu íslenska heiti hennar. Frummyndakenn-
ingin kveður svo á að hversdagslegir hlutir eigi sér frummyndir:
annars vegar höfum við allt sem við nemum með skilningarvitum
okkar, menn, dýr og jurtir, réttláta breytni, góð lög og fagrar
myndir, þríhyrninga, hringi og fjölda. En að auki eru til ósýnileg-
ar frummyndir hvers og eins þessa: frummynd mannsins eða
maðurinn í sjálfum sér, hesturinn í sjálfum sér, rósin í sjálfri sér
og svo framvegis.1 I rauninni er allt það sem við sjáum í kringum
okkur aðeins skuggamyndir hinna ósýnilegu frummynda. Þessa
skuggamyndalíkingu ber að skilja næsta bókstaflega: frummynd-
irnar eru raunverulegar í samanburði við venjulega jarðneska
hluti á einhvern áþekkan hátt og hestur af holdi og blóði er raun-
verulegur í samanburði við skugga sinn eða spegilmynd. Hestur-
inn sjálfur, frummynd hestsins, er ósýnilegur eins og áður er get-
ið. En við getum eigi að síður þekkt' hann með huganum, hinu
innra auga sálarinnar. Raunar er hesturinn sjálfur eini hesturinn
sem við getum þekkt, því meiningar okkar um skynjanlega hesta
eru of óskýrar og fallvaltar til að kallast þekking. Við þetta er því
að bæta að það er aðeins ein frummynd af hverju tagi: þannig eru
allir hestar sem við sjáum eins og skuggar einnar og sömu frum-
1 Frummyndakenningin kemur ljósast fram í eftirtöldum samræðum Platons:
Samdrykkjunni, Kratýlosi, Faídoni, Ríkinu, Faídrosi og Tímaíosi. Kenningin
er til umræðu í Parmenídesi, þar sem raunar kemur fram hörð gagnrýni á
hana. Umdeilt er hvort Platon sjálfur fellst á þessa gagnrýni. ítarlegustu um-
fjöllun um frummyndakenninguna á íslensku er að finna í inngangi mínum að
Ríkinu eftir Platon, (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Lærdómsrit
1991) og í „Frummyndakenning Platons", B.A.-ritgerð Jóns Kalmanssonar,
Háskóla íslands 1992.
Skímir, 166. ár (haust 1992)