Skírnir - 01.09.1992, Page 88
350
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
að í tilviki frummyndanna horfi ég ekki með augunum heldur
huganum. Frummyndirnar eru ekki efnislegir hlutir sem numdir
verða með skilningarvitunum. I öðru lagi eru frummyndirnar al-
gildari mælikvarðar en jafnvel litaspjöldin. Beinhvítt frá Hörpu er
til dæmis alls ekki það sama og beinhvítt frá Málningu h/f. Frum-
myndin er hins vegar aðeins ein. I þriðja lagi má gera ráð fyrir að
litir á litaspjaldi máist og breytist með tímanum. Þá er ekki lengur
að marka þá. Mælikvarðar sem breytast dag frá degi eru ótækir
algildir mælikvarðar. Frummyndirnar breytast hins vegar aldrei,
þær eru ætíð samar við sig. Sérkennilegasti munurinn er þó lík-
lega sá að óþarft er að merkja frummyndirnar: hver og ein ber
með sér hver hún er. Og sem meira er, þar er ekkert um að villast.
Frummyndir birtast ekki á þennan hátt frá þessu sjónarhorni, á
hinn háttinn frá hinu, eða sýnast á einn veg í samanburði við eitt,
á annan veg í samanburði við annað, heldur alltaf eins og eru
alltaf allar þar sem þær eru séðar ef svo má að orði komast.6 I til-
viki frummyndanna eru sýnd og reynd eitt og hið sama.
Þegar í fornöld þótti ýmsum frummyndakenningin glöggt
dæmi um loftkastala heimspekinga. Jafnvel nemandi Platons,
Aristóteles, gagnrýnir hana harðlega og segir að með henni sé
ekki annað gert en að tvöfalda veruleikann að óþörfu og að kenn-
ingin skýri ekkert.7 Þrátt fyrir þetta mótlæti hefur frummynda-
kenningin reynst býsna lífseig og áhrif hennar á heimspekisöguna
eru ótvíræð. Sem dæmi um þau má nefna greinarmun skynjunar
og skynsemi og ólíkra viðfanga þeirra, en hann er einn þeirra
þráða sem ganga í gegnum heimspekisöguna. Þessi greinarmunur
er platonskrar ættar, þótt margir þeir sem nota hann séu að öðru
leyti fjarri því að aðhyllast frummyndakenningu í þeim búningi
sem frumkvöðullinn bjó henni. Það er ekki síst fyrir áhrif af
þessu tagi sem hin fleygu orð Alfreds North Whitehead að öll
heimspeki eftir daga Platons sé aðeins neðanmálsgreinar við verk
hans hitta svo vel í mark. En þrátt fyrir andóf Aristótelesar og
annarra hélt frummyndakenningin velli í fornöld þegar svokall-
aður nýplatonismi varð allsráðandi í heimspekinni frá því um 300
6 Sjá til dæmis Faídon 74 B-C.
7 Aristóteles, Metafysica (Frumspekin) 990a 34 og 1078b 34.