Skírnir - 01.09.1992, Side 94
356
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
mér á upplifun mína af tómatinum þroskaða eða einfaldlega á
rauðan flöt sem ég bý til í huga mér.
Þessari hliðstæðu langar mig að fylgja svolítið nánar eftir. En
áður en ég tek til við það vildi ég nefna fleiri til sögunnar, nefni-
lega aðra hetju Rortys, austurríska heimspekinginn Ludwig Witt-
genstein og einnig amerískan samtímaheimspeking að nafni Saul
Kripke. Raunar kann það að hljóma sem vanvirðing við Wittgen-
stein að kynna hann sem söguhetju hjá Rorty, því Wittgenstein
hafði auðvitað áunnið sér sæti sem einn merkasti heimspekingur
aldarinnar löngu áður en Rorty kom til sögunnar.14 Wittgenstein
hefur lag á því að töfra lesendur sína eins og hann mun hafa
töfrað marga sem kynntust honum í lifanda lífi. Allt sem liggur
eftir hann hefur mjög sérstakan svip, ber með sér frumleika, al-
vöru og andlega áreynslu. En ekki er auðvelt að skilja Wittgen-
stein. Sjálfur hef ég að miklu leyti hliðrað mér hjá því að lesa síð-
ari verk hans með það fyrir augum að mynda mér sjálfstæðar
skoðanir á því hvernig allt hangir þar saman.15 Á hinn bóginn
þykist ég hafa skilið bók eftir hinn manninn sem ég nefndi, Saul
Kripke. Sú bók heitir Wittgenstein um reglur og einkamál og
kom út árið 1982 - ekki ber að skilja orðið „einkamál" í titlinum í
þeirri merkingu sem algengust er, heldur í merkingunni tungumál
sem notandi þess sjálfur fær einn skilið.16 Nú skipta bækur um
heimspeki Wittgensteins tugum, en með nokkrum rétti má eigna
bók Kripkes sérstöðu meðal þeirra. Hún þótti strax forvitnileg
þótt ekki væri vegna annars en að með henni tók ein skærasta
stjarna enskumælandi heimspeki til máls um þann mann sem
margir innan sömu hefðar telja mesta hugsuð kynslóðarinnar á
undan. Það varð líka fljótt ljóst að hvort sem mál Kripkes stæðist
sem túlkun á Wittgenstein eða ekki, þá var hugsunin sem Kripke
ætlar Wittgenstein í bókinni afar áhugaverð í sjálfri sér. Enda hef-
14 Yfirlit yfir heimspeki Wittgensteins er að finna hjá Þorsteini Gylfasyni, „Lud-
wig Wittgenstein", Hugur (1989), bls. 5-22.
15 Þeirra þekktast er Philosopbische Untersuchungen (Rannsóknir í heimspeki).
Það er hluti þess verks, ## 138-242, sem er einkum til umræðu í bók Kripkes.
16 Saul A. Kripke, Wittgenstein on Rules and Private Language (Camhridge,
Massachusetts: Harvard University Press, 1982).