Skírnir - 01.09.1992, Síða 95
SKÍRNIR
SÓLIN, HELLIRINN OG HUGSANIR GUÐS
357
ur ekki staðið á viðbrögðum: komnar eru út að minnsta kosti
tvær bækur sem eru viðbrögð við bók Kripkes og fjöldi tímarits-
greina að auki.17
Meginhugmyndin í rökfærslu Wittgensteins, eins og Kripke
útleggur hana, er sú að mælikvarðar á merkingu séu engir til.
Nánar sagt þá er ekkert við sjálfan mig, hvorki sál mína né lík-
ama, sem sker úr um nákvæmlega hvað ég meina með orði sem ég
nota og hvað ég meina ekki. Segjum að ég sé spurður hvað 58 +
67 sé mikið. Eg svara eftir svolitla umhugsun að það sé 125. Hjá
mér er staddur útsmoginn efahyggjumaður. Hann innir mig eftir
því hvernig ég geti verið viss um að þetta sé útkoman fremur en
einhver önnur tala, t.d. milljón eða 5. Ég segi honum að ég viti
hvað samlagning sé og hvað „plús“ merki og sú vitneskja geri mér
kleift að útiloka slík svör. En efasemdamaðurinn lætur ekki segj-
ast og spyr hvort það sé einhver partur af skilningi mínum á orð-
inu „samlagning" eða plústákninu að útkoman úr þessu tiltekna
dæmi sé einmitt 125 fremur en 5. Ef til vill verð ég að fallast á að
svo sé ekki, ég hafi aldrei lagt einmitt þessar tvær tölur saman
áður, og alltént sé hin almenna hugmynd mín um samlagningu
ekki listi yfir útkomur úr öllum hugsanlegum samlagningardæm-
um. Eigi að síður kynni ég að reyna að segja: „Ég veit hvað ég hef
meint með „plús“ og „samlagning" hingað til og ég veit að ef ég
fylgi sömu reglum og áður þá er 125 rétta svarið, en svörin 5 eða
milljón á hinn bóginn útilokuð. „Gott og vel“, segir efasemda-
maðurinn, „segjum að ef þú ert að leggja saman, þá sé 125 raunar
eina rétta svarið. En nú getum við hugsað okkur aðra reiknings-
aðgerð, „rammlagningu“ getum við kallað hana, sem er alveg eins
og samlagning nema hvað útkoman þegar þessari aðgerð er beitt á
68 og 57 er 5. Hvernig veistu nema það hafi verið rammlagning
fremur en samlagning sem þú hafðir áður í huga? Er eitthvað ein-
17 G. P. Baker og P. M. S. Hacker, Scepticism, Rules, and Language (Oxford:
Basil Blackwell, 1984) og Colin McGinn, Wittgenstein on Meaning: An Inter-
pretation and Evaluation (Oxford: Basil Blackwell, 1984). Gagnlega umfjöll-
un um þetta efni og yfirlit yfir helstu skoðanir er að finna hjá Paul Boghossi-
an, „The Rule-Following Considerations“, Mind 98, nr. 392 (1989), bls. 507-
49. Sjá einnig Þorstein Gylfason, „Ludwig Wittgenstein“, bls. 18-20, þar sem
kemur fram gagnrýni á túlkun Kripkes og önnur reifuð í staðinn.