Skírnir - 01.09.1992, Page 102
364
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
Með öðrum orðum, ég er að gefa í skyn að niðurstaða Krip-
kensteins (og Rortys og allra hinna andplatonistanna) kunni að
vera fráleitari en trúin á frummyndir. Kannski er frummynda-
kenningin goðsögn. En goðsagnir eru misgóðar. Það kann að
vera góð goðsögn sem við hljótum að trúa að í huga okkar búi
ekki aðeins skuggar á vegg, heldur hafi hugsun okkar aðgang að
hlutunum sjálfum böðuðum í ljósi sólar.
En ef við finnum engar frummyndir, er þá ekki trúin á þær
næsta haldlaus? Kemur goðsögnin að gagni nema við getum að
minnsta kosti talið okkur trú um að við sjáum þær? Þetta er satt
að segja góð en jafnframt afskaplega erfið spurning sem krefst
miklu ítarlegri umfjöllunar en hér er ráðrúm til. Eitt skal þó bent
á. Þegar Platon lýsir frummyndunum er hann sífellt að brýna fyr-
ir okkur að skynjun þeirra sé ólík skynjun skilningarvitanna. Eigi
að síður styðst hann stöðugt við líkingamál ættað frá skynjun-
inni, einkum sjóninni, þegar hann er að lýsa þeim og hvernig við
nemum þær.21 Sjálfur hef ég víða notað slíkt líkingamál hér að
framan. Þegar ég tók til dæmis þannig til orða að það blasi við af
hverri frummynd hver hún er, er auðvitað um líkingamál að
ræða. Þá er talað um frummyndirnar eins og eitthvað sem birtist
sjónum okkar. Vera má að þetta sé villandi líking, þótt ekki sé
auðséð hvernig á að útrýma henni og halda jafnframt öðrum ein-
kennum frummyndanna til haga. Ekki er nóg með að það sé
sjaldgæf reynsla að sjá frummyndir. Ef þekking okkar á frum-
myndum er eins og að sjá, þá virðumst við sitja uppi með sama
vandann: hvernig getur eitthvað sem við eins og sjáum borið með
21 Mál Platons um frummyndirnar er barmafullt af sjónrænum líkingum, sbr. tal
hans um mannshugann, „auga sálarinnar", sem „sér“ frummyndirnar. Glögg
dæmi um þetta eru í hinum frægu líkingum af sólinni og hellinum í Ríkinu
506 B-519 C og í Faídrosi 249 E-50 C. Richard Hare reynir að leiða rök að því
að Platon hafi hugsað sér að reynslan af „að sjá frummynd“ sé einmitt sú
reynsla að sjá mynd af því sem frummyndin er frummynd af í huganum (sjá
ritgerðina „A Question about Plato’s Theory of Ideas“ í ritsafni Hares, Essays
on Philosophical Method (London: MacMillan, 1971), bls. 54-79; ritgerðin
birtist upphaflega í The Critical Approach: Essays in Honor of Karl Popper,
ritstj. Mario Bunge (Free Press of Glencoe, 1964). En hæpið er að þetta stand-
ist meðal annars vegna þess að ógerningur virðist að búa til mynd í huga sér af
helstu frummyndum svo sem frummynd hins góða.