Skírnir - 01.09.1992, Page 103
SKÍRNIR
SÓLIN, HELLIRINN OG HUGSANIR GUÐS
365
sér hvað það er? Vera má að Platon hafi að minnsta kosti öðrum
þræði gert sér grein fyrir þessum takmörkunum sjónlíkinganna.
Alltént grípur hann stundum til annars konar líkinga til að lýsa
æðstu og fullkomnustu þekkingu, nefnilega líkinga við samveru
og snertingu, sem á stundum jaðra við að vera kynferðislegar.22
Allt um það, gæti ekki hugsast að aðgangur huga okkar að frum-
myndum sé einhvern veginn með allt öðrum hætti en sjón? Gæti
ekki hugsast að við nemum þær án þess að gera okkur nokkra
mynd af þeim í huganum? Og ef svo er, er þá nokkuð að undra
að örðugt reynist að benda á þær, að frummyndir virðast ekki
vera meðal þeirra hluta sem við getum skoðað innra með okkur?
En þær væru til eigi að síður og við myndum nota þær.
Þetta leiðir okkur að síðasta atriðinu sem ég vildi víkja að. Ég
gat um það hér í upphafi að frummyndakenningin hefði haldið
velli í breyttri mynd í síðfornöld. Hún var tekin upp af kristnum
hugsuðum svo sem heilögum Ágústínusi og þá í þeirri mynd sem
heiðnir fylgismenn Platons í síðfornöld bjuggu henni. Hjá þess-
um kristnu mönnum urðu frummyndirnar að hugsunum Guðs23
í stað þess að vera sjálfstæður veruleiki, hvorki huglægur né efnis-
legur, eins og þær virðast oftast vera hjá Platoni.24 Sá sem rekur
smiðshöggið á hina nýju frummyndakenningu var Plótínos sem
uppi var á 3ju öld eftir Krist og er oft nefndur síðasti mikli heiðni
heimspekingurinn. Samkvæmt Plótínosi eru frummyndirnar
hugsanir ópersónulegs guðlegs huga. Hugar okkar mannanna
eiga sér rætur í þessum guðlega huga, eru með einhverjum hætti
22 Sbr. Ríkið 490 B: „[Heiraspekingurinn] heldur ótrauður áfram án þess að ást-
areldur hans dofni allt þar til hann hefur þreifað á sjálfu eðli hvers hlutar með
þeirri gáfu sálarinnar sem til þess er fallin, en það er sú sem er eðli hlutanna
samkynja. Og þannig kemst hann í námunda við það og sameinast hinum
sanna veruleika og getur af sér skilning og sannleika, og vaknar til vitundar og
lifir að fullu og dafnar. Þá en ekki fyrr slotar fæðingarhríðunum.“
23 Sjá til dæmis heilagan Ágústínus, De libero arbitrio (Umfrelsi viljans).
24 Þessi Platonismi kristinna kennimanna í fornöld tengdist oft túlkun þeirra á
hinum frægu upphafsorðum Jóhannesarguðspjalls: „í upphafi var orðið, orðið
var hjá Guði og orðið var Guð.“ Gríska orðið fyrir „orð“ hér er logos, sem
getur þýtt fjölmargt svo sem „skynsemi", „hlutfall", „setning", „hugsun“ og
var líka eitt þeirra orða sem fylgismenn Platons notuðu yfir frummyndir.