Skírnir - 01.09.1992, Page 104
366
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
eitt með honum. Ástæður þess að Plótínos bjó frummyndunum
vist innan huga guðs fremur en utan eru einkar fróðlegar með
hliðsjón af viðfangsefni þessarar ritgerðar. Svo virðist sem hann
hafi haft áhyggjur af rökum efahyggjumanna gegn þekkingu
hvort heldur á einhverju sem er utan við hugann sem þekkinguna
hefur eða þekkingu hugans á sjálfum sér. Honum var í mun að sjá
við þessum efahyggjurökum, ekki síst ef þeim var beitt gegn
þekkingu hins guðlega huga, sem samkvæmt skilgreiningu hefur
til að bera fullkomnustu þekkingu sem hugsast getur. Ef frum-
myndirnar eru utan huga guðs, þá hefur guð aðeins beinan að-
gang að eftirmyndum þeirra sem þrykkjast á huga hans og þá er
guðleg hugsun á sama báti og jafn blind og skynjun skilningarvit-
anna. Séu frummyndirnar aftur á móti innan huga guðs, en með
þeim hætti að guð sér þær fyrir sér eins og við sjáum fyrir okkur
t.d. beinhvítan lit í huganum, þá hlýtur guð að dæma að þetta sé
beinhvítt með því að skírskota til einhvers annars en litarins sem
hann sér fyrir sér - liturinn í ímyndun guðs ber ekki með sér hver
hann er, hann segir ekki „hæ, hæ, ég er beinhvítt!", og hann er
heldur ekki með merkimiða. (Ef hann væri með merkimiða, þá
vaknar spurningin hvort miðinn sé réttur; ef guð hefur ekkert í
höndunum annað en ímyndaðan lit með merkimiða og hann get-
ur ekki verið viss um að liturinn sé rétt merktur, hver getur það
þá?) Þvílíkar vangaveltur leiða Plótínos að þeirri niðurstöðu að
frummyndirnar séu sjálfar hugsanir guðs. Raunverulegur sann-
leikur, segir hann, sem eru hugsanir guðs, „er ekki samsvörun við
eitthvað annað, heldur við sjálfan sig, og hann segir ekkert annað
en sjálfan sig, en hann er það sem hann segir og hann segir það
sem hann er.“25 Með þessu á Plótínos við að í hugsunum guðs séu
vitneskja og veruleiki einn og sami hluturinn.26 Hér erum við
auðvitað enn komin að vandanum um hið gefna og sú spurning
blasir við hvort Plótínos og guð hans séu nokkuð betur staddir
en raunhyggjumennirnir sem vildu láta skynjanir í senn hafa eig-
25 Plótínos, 5. Níund, 5. 2,18-21, sbr. 5. 3. 5, 26.
26 Um þetta er ítarlega fjallað í ritgerð minni „Plotinus on the Objects of
Thought", sem mun birtast í Archiv fiir Geschichte der Philosophie á næst-
unni.