Skírnir - 01.09.1992, Page 106
MAX HORKHEIMER
Hlutverk heimspekinnar
í samfélaginu
ÞEGAR MINNST ER Á eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði eða sagn-
fræði, dettur mönnum yfirleitt eitthvað áþreifanlegt í hug. Komi
upp skiptar skoðanir þá er hægt að slá upp í alfræðiritum eða við-
urkenndum kennslubókum, ellegar leita álits sérfræðinga í við-
komandi greinum. Skilgreiningar á þessum vísindum er hægt að
leiða beint af stöðu þeirra í nútímasamfélagi. Þótt þessar fræði-
greinar muni að líkindum taka miklum framförum á ókomnum
tímum og sumar þeirra, t.d. eðlisfræði og efnafræði, eigi eftir að
renna saman í eitt, sér þó enginn ástæðu til að skilgreina þær öðru
vísi en í samræmi við þá vísindalegu starfsemi, sem nú fer fram
undir áðurnefndum heitum.
Oðru máli gegnir um heimspeki. Setjum sem svo að við spyrj-
um háskólakennara í heimspeki hvað heimspeki sé. Ef við erum
svo lánsöm að hitta á sérfræðing sem ekki er haldinn almennri
andúð á skilgreiningum, mun hann láta okkur slíka skilgreiningu
í té. Ef við síðan sættum okkur við þessa skilgreiningu, munum
við þó að líkindum brátt komast að raun um að hún er hvorki
viðtekin né viðurkennd af öllum. Nú getum við leitað til annarra
sérfræðinga eða kynnt okkur eldri eða yngri fræðirit um þessi
efni. Með því yrðum við einungis enn ruglaðri í ríminu. Margir
hugsuðir, sem taka mið af Platoni og Kant, líta á heimspekina
sem nákvæma og sjálfstæða vísindagrein sem hefur sitt eigið
rannsóknarsvið og sín sérstöku viðfangsefni. Á seinni tímum hef-
ur Edmund Husserl verið einn helsti málsvari þessa viðhorfs.
Aðrir hugsuðir, svo sem Ernst Mach, líta á heimspekina sem
gagnrýna framþróun og samþættingu einstakra vísindagreina í
eina heild. Bertrand Russell er einnig þeirrar skoðunar að verk-
efni heimspekinnar sé „rökgreining og í kjölfar hennar rökræn
Skírnir, 166. ár (haust 1992)