Skírnir - 01.09.1992, Síða 108
370
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
pósitívista eins og Carnaps, fæst heimspekin aðallega við vanda
mannlegs máls. Windelband og Rickert, sem eiga sér einnig
marga áhangendur í Ameríku, halda því á hinn bóginn fram að
viðfangsefni heimspekinnar séu hin altæku gildi, fyrst og fremst
sannleikurinn, fegurðin, hið góða og hið heilaga.
Loks má nefna þann djúpstæða ágreining sem uppi er um að-
ferðir í heimspeki. Allir svonefndir ný-kantistar líta svo á að
heimspekileg iðja sé í því fólgin að greina hugtök og rekja þau til
þeirra frumþátta sem öll þekking byggist á. Bergson og Max
Scheler líta á „innsæi í eðli hlutanna" (Wesensschau) sem grund-
vallaratriði heimspekilegrar íhugunar. Sú aðferð sem beitt er í
fyrirbærafræði Husserls og Heideggers er algjör andstæða gagn-
rýninnar reynsluspeki Machs og Avenariusar, og rökvísindi
Russells, Whiteheads og fylgifiska þeirra eru í beinni andstöðu
við díalektík Hegels. Að mati Williams James ræðst heimspekileg
hugsun manna fyrst og fremst af skaphöfn þeirra og reynslu.
Hér hefur verið drepið á allar þessar skilgreiningar til að sýna
að í heimspekinni horfa málin öðru vísi við en í öðrum mennta-
greinum. Þótt menn greini þar á um marga hluti, ríkir samt ein-
hugur um meginatriði. Forvígismenn í einstökum greinum eru að
mestu sammála um viðfangsefni og aðferðir. I heimspekinni gildir
hinsvegar hið gagnstæða. Þegar heimspekingar freista þess að af-
sanna kenningar annarra skóla, hafna þeir venjulega öllum undir-
stöðuatriðum viðkomandi kenninga sem alröngum. Auðvitað
gildir þetta ekki um alla heimspekinga. Díalektísk heimspeki sem
trú er meginforsendum sínum hlýtur að hneigjast til þess að við-
urkenna ákveðinn sannleikskjarna einstakra kenninga og finna
honum stað innan eigin kenningar. Aðrir heimspekiskólar, svo
sem nútíma-pósitívismi, eru mun ósveigjanlegri að þessu leyti og
neita því einfaldlega að mjög stór hluti heimspekinnar, sérstak-
lega hin háreistu heimspekikerfi fyrri tíðar, hafi nokkurt þekk-
ingarlegt gildi. Af öllu þessu er ljóst að sá sem tekur sér orðið
„heimspeki“ í munn, á varla annað sameiginlegt með þeim sem til
heyra en fáeinar, óljósar hugmyndir um merkingu þessa orðs.
Hinar einstöku vísindagreinar snúa sér að vandamálum sem
verður að glíma við af því að þau eru sprottin úr lífi manna í nú-
tímasamfélagi. Hin aðskiljanlegu viðfangsefni og umfjöllun þeirra