Skírnir - 01.09.1992, Page 109
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
371
í einstökum vísindagreinum eiga, þegar allt kemur til alls, rætur
að rekja til þarfa mannlegs samfélags í nútíð og fortíð. Það þýðir
á hinn bóginn ekki að sérhver vísindaleg rannsókn fullnægi bein-
línis einhverri brýnni þörf. Margar vísindalegar athuganir hafa
leitt til niðurstaðna sem mannkynið gat fyllilega verið án. Vísind-
in gjalda sinn toll þeirri almennu orkusóun sem blasir við á öllum
menningarsviðum. En framvinda þeirra fræðigreina sem vafasamt
er að hafi gildi fyrir samtímann umsvifalaust, er hluti þeirrar
heildarvinnu sem er nauðsynleg forsenda vísinda- og tæknifram-
fara. Minnumst þess að ákveðnar greinar stærðfræðinnar, sem í
fyrstu virtust einungis leikur, reyndust síðar afar nytsamlegar. Þó
að í ýmsum vísindarannsóknum felist ekki umsvifalaust notagildi
búa þær samt yfir möguleikum á að koma að gagni, þótt það
kunni um sinn að vera óljóst. Eðli sínu samkvæmt er starf vís-
indamannsins til þess fallið að auðga líf samtímans. Starfsvið hans
er að mestu leyti fyrirfram ákvarðað. Tilraunir til að hnika mörk-
um milli einstakra vísindasviða, koma á fót nýjum greinum og
gera þær sífellt sérhæfðari í senn, má allar rekja til samfélagslegra
þarfa. Þessara þarfa gætir jafnframt í ríkum mæli, þó óbeint sé, í
stofnunum og fyrirlestrarsölum háskólanna, að ekki sé minnst á
efnafræðitilraunastofur og tölfræðideildir stórra iðnfyrirtækja og
heilbrigðisstofnana.
Heimspekin hefur ekkert slíkt haldreipi. Að sjálfsögðu er
mörgum óskum til hennar beint. Hún á að leysa úr vandamálum
sem vísindin leiða annað hvort hjá sér eða takast á við á ófull-
nægjandi hátt. En samfélagið þekkir enga mælistiku fyrir heim-
spekina: hún getur ekki bent á neinn áþreifanlegan árangur. Það
sem einstakir heimspekingar afreka stöku sinnum í þessu tilliti
byggist á því starfi þeirra sem ekki telst til heimspeki í þröngum
skilningi. Við þekkjum t.d. stærðfræðilegar uppgötvanir Des-
cartes og Leibniz, sálfræðirannsóknir Humes og eðlisfræðikenn-
ingar Ernst Machs. Andstæðingar heimspekinnar fullyrða líka að
þegar heimspekin hafi eitthvert gildi sé hún í raun ekki heimspeki
heldur vísindi. Allt annað í kerfum hennar sé einungis þvætting-
ur; það sem þar er haldið fram sé stundum uppörvandi, oftast þó
leiðinlegt og ævinlega gagnslaust. Heimspekingar sýna á hinn
bóginn þóttafullt skeytingarleysi gagnvart áliti umheimsins. Allt