Skírnir - 01.09.1992, Síða 111
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
373
sanni sagt að vísindin hafi skekið á grunni sínum gamla siði og
venjur. Rökvæðingin (Rationalisierung) hefur ekki aðeins sett
mark sitt á iðnaðar- og samgöngutæki, heldur einnig á listina. Þar
nægir að tilfæra eitt dæmi. A fyrri tíð vann leikritaskáldið á sinn
sérstæða hátt úr þeim mannlegu vandamálum sem á það leituðu,
fjarri öllum heimsins glaumi. Ef verk þess kom fyrir almennings
sjónir, atti skáldið þarmeð hugsun sinni til átaka í heimi raun-
veruleikans og stuðlaði þannig að andlegum framförum sjálfs síns
og annarra. Á okkar dögum hafa fjölmiðlar og kvikmyndir leitt
til nær fullkominnar rökvæðingar í framleiðslu og viðtöku lista-
verka. Þegar kvikmynd er framleidd, er fjöldi sérfræðinga kallað-
ur til og frá upphafi er engin listræn hugmynd höfð að leiðarljósi,
heldur eingöngu tekið mið af smekk fjöldans, sem fyrrnefndir
sérfræðingar hafa áður kannað ítarlega og fara svo eftir. Þegar al-
menningsálitið tekur listrænni framleiðslu illa, þá er ástæðan yfir-
leitt ekki sú að hún sé í eðli sínu upp á kant við ríkjandi ástand,
heldur er orsakanna að leita í röngu mati framleiðenda á við-
brögðum almennings og fjölmiðla. Svo mikið er víst að hvergi
gætir fullkomins stöðugleika á nokkru sviði iðnaðarins, hvort
heldur um er að ræða efnislega eða andlega framleiðslu. Siðir og
venjur fá ekki nægan tíma til að festast í sessi. Undirstöður nú-
tímasamfélags breytast í sífellu fyrir atbeina vísinda. Það er ekki
til sú starfsemi í efnahags- og stjórnarkerfinu, sem ekki er stöðugt
verið að einfalda og endurbæta.
Sé hinsvegar skyggnst eilítið dýpra kemur í ljós að þrátt fyrir
öll þessi fyrirbrigði nútímans hefur hugsun manna og háttalag
ekki tekið eins miklum framförum og halda mætti. Þvert á móti
eru athafnir manna, að minnsta kosti í stórum hluta heimsins,
snöggtum vélrænni en fyrr á tímum, þegar lifandi hugsun og
sannfæring stýrði gerðum þeirra. Tækniframfarirnar hafa jafnvel
átt þátt í að renna stoðum undir gamlar blekkingar og skapa nýj-
ar, án þess að skynsemin fengi þar rönd við reist. Sú allsherjarút-
þynning og iðnvæðing, sem orðið hafa á menningarlegum svið-
um, leiða til þess að mikilvægir andlegir vaxtarbroddar ná ekki að
þroskast eða þeir koðna jafnvel niður. Ástæðan kann að vera rýrt
innihald þess sem fyrir menn er borið, vanmáttur hugsunarinnar
og eins hitt að ákveðnir skapandi hæfileikar einstaklinga séu að