Skírnir - 01.09.1992, Page 114
376
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
Af þessum ástæðum verða umræður í heimspeki, jafnvel þótt
þær varði einungis sjálft heimspekihugtakið, svo miklu róttækari
og miskunnarlausari en í vísindunum. Andstætt öðrum fræði-
greinum er starfssvið hennar ekki glöggt afmarkað í viðtekinni
samfélagsskipan. Sú skipan mála sem þar ríkir og það gildismat,
sem tengist ríkjandi ástandi, eru meðal viðfangsefna heimspek-
innar sjálfrar. Vísindin eru fær um að byggja kenningar sínar á
staðreyndum sem vísa þeim veginn. Heimspekin hefur hinsvegar
aldrei annað en sjálfa sig og sín eigin fræði til viðmiðunar. Það er
sýnu meira mál fyrir heimspekina að ákvarða viðfang sitt en fyrir
hinar einstöku vísindagreinar, jafnvel þótt þær á okkar tímum
gefi snöggtum meiri gaum að aðferðafræðilegum vandamálum en
áður var. Að framansögðu má ljóst vera hvers vegna heimspekin
hefur leikið mun stærra hlutverk í lífi Evrópubúa en meðal Am-
eríkumanna. Landvinningar, að viðbættum sérstökum sögulegum
aðstæðum, hafa haft það í för með sér að ákveðnar deilur og átök,
sem hvað eftir annað blossuðu upp vegna ríkjandi samfélagshátta
í Evrópu, gerðu minna vart við sig í Ameríku, enda fór mest orka
manna þar í að nema land og sinna daglegum verkum. Oll hin
helstu félagslegu vandamál þar voru framan af leyst á hagnýtan
hátt og sú spenna, sem við sérstakar sögulegar aðstæður hefur
orðið driffjöður fræðilegrar hugsunar, skipti þar yfirleitt sáralitlu
máli. í samanburði við rannsóknir og uppsöfnun staðreynda, hef-
ur fræðileg hugsun jafnan setið á hakanum í Ameríku. Hvort
þessi iðja fullnægir þeim kröfum sem einnig hér eru með réttu
gerðar til þekkingarinnar, er vandamál sem ekki er hægt að reifa
að sinni.
Þær skilgreiningar ýmissa seinni tíma höfunda, svo sem þeirra
sem vitnað var til hér að framan, leiða tæpast í ljós þær eigindir
heimspekinnar sem skilja hana frá öllum sérgreinum vísinda.
Ófáir heimspekingar hafa litið öfundaraugum til starfsbræðra
sinna í öðrum fræðum, sem eru mun betur settir að því leyti að
þeir hafa skýrt afmarkað starfssvið og sinna störfum sem enginn
efast um að séu nytsamleg fyrir samfélagið. Þessir höfundar
rembast við að „selja“ heimspekina sem sérstaka vísindagrein, eða
alltént að sýna fram á að hún sé notadrjúg fyrir ýmsar aðrar
greinar. í þessu gervi er heimspekin ekki lengur gagnrýnandinn,