Skírnir - 01.09.1992, Page 115
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
377
heldur ambátt vísindanna og samfélagsins í heild. Þetta sjónarmið
nærist á þeirri skoðun að sú hugsun sé ómöguleg sem ekki heldur
sig innan þess fræðilega ramma sem ríkir í vísindum og freistar
þess að skyggnast lengra en sjóndeildarhringur núverandi samfé-
lags nær. Hugsuninni beri fremur að auðsýna lítillæti og þiggja
með þökkum þau verkefni sem upp koma vegna síbreytilegra
þarfa stjórnsýslu og iðnaðar og leysa þau eftir viðurkenndum
reglum. Spurningar einsog þær hvort þessi verkefni séu - með til-
liti til forms þeirra og innihalds - til nokkurrar þurftar á okkar
tímum, hvort sú samfélagsgerð sem elur þau af sér sé mannkyn-
inu samboðin - slíkar spurningar eru í augum þessara lítillátu
heimspekinga hvorki vísindalegar né heimspekilegar, heldur
hljóti hver og einn að svara þeim í samræmi við persónulegar
skoðanir sínar og gildismat. Svör við þeim séu smekksatriði og
fari eftir skapgerð hvers og eins. Eina heimspekilega afstaðan sem
felst í þessu sjónarmiði er það neikvæða viðhorf að engin raun-
veruleg heimspeki sé til, að fræðileg hugsun megi sín einskis
gagnvart örlagaríkustu vandamálum mannlegrar tilveru, í stuttu
máli: heimspekileg efahyggja og tómhyggja.
Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að aðgreina umrædda
afstöðu til heimspekinnar frá annarri sem finna má í verkum ým-
issa félagsfræðinga nútímans. Þeir leggja heimspekina að jöfnu
við hugmyndafræði og félagslegt hlutverk hennar.4 Samkvæmt
þessari kenningu er heimspekileg hugsun, eða réttara sagt hugs-
unin sem slík, tjáning á ákveðnum félagslegum aðstæðum. Sér-
hver samfélagshópur, t.a.m. þýsku „júnkararnir", skapi sitt eigið
hugtakakerfi sem samræmist félagslegri stöðu þeirra, sem og
ákveðnar aðferðir og hugsunarstíl. Oldum saman hafi líf „júnkar-
anna“ dregið dám af sérstökum erfðareglum. Tengsl þeirra við
konungsvaldið, sem yfir þeim drottnaði, svo og við undirsáta
þeirra, hafi borið sterkan svip af erfðaveldi. Af þessu leiddi að hin
náttúrulegu og reglubundnu kynslóðaskipti, hið náttúrulega ferli,
var allsráðandi í hugsun þeirra. Þeir hafi skoðað allt undir sjónar-
horni hins lífræna og hinna náttúrulegu tengsla. Hin frjálslynda
4 Sjá Karl Mannheim, Ideologie und Utopie, Bonn 1929.