Skírnir - 01.09.1992, Page 116
378
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
borgarastétt, sem átti allt sitt undir velgengni í viðskiptum og lært
hafði af reynslunni að peningar væru samnefnari allra hluta, hafi á
hinn bóginn tileinkað sér sértækari og vélrænni hugsunarhátt.
Heimspeki hennar og þankagangur einkennist ekki af stigveldi
heldur af flatri framsetningu. Sama gildi um aðra hópa bæði fyrr
og síðar. Heimspeki Descartes verði t.a.m. að skoða með tilliti til
þess, hvort hugtök hennar svari fremur til aristókratískra og jesú-
istískra hópa við hirðina, embættisaðalsins, eða til hugmynda
hinnar lægri borgarastéttar og lágstéttanna. Sérhvert hugsunar-
form, öll verk heimspekinnar og annarra menningargreina, til-
heyri ákveðnum samfélagshópi sem ali þau af sér og þau séu
þarmeð órjúfanlega samtvinnuð tilveru hans. Hver einasta hugs-
un sé „hugmyndafræði“.
Þetta sjónarmið hefur tvímælalaust nokkuð til síns máls.
Margar þær hugmyndir sem útbreiddar eru á okkar dögum reyn-
ast ekki annað en blekkingar þegar þær eru raktar til samfélags-
legs uppruna síns. En það nægir hinsvegar ekki að eigna þær ein-
hverjum tilteknum samfélagshópi, einsog fyrrnefnd félagsfræði-
kenning gerir. Menn verða að skyggnast dýpra og rekja þær til
þeirrar sögulegu þróunar sem umræddir samfélagshópar eru sjálf-
ir sprottnir úr. Við skulum taka dæmi. I heimspeki Descartes
gegnir hin vélræna, eða öllu heldur stærðfræðilega hugsun, mikil-
vægu hlutverki. Það er jafnvel unnt að halda því fram að öll þessi
heimspeki byggist á alhæfingu stærðfræðilegrar hugsunar. Okkur
er að sjálfsögðu í lófa lagið að leita uppi samfélagshóp sem í hugs-
un dregur dám af fyrrnefndum skoðunarhætti og eflaust mynd-
um við líka finna slíkan hóp í samtíð Descartes. Erfiðara en um
leið nær réttu lagi væri að kanna framleiðsluhætti þeirra tíma og
sýna hvernig einstaklingur úr upprennandi borgarastétt var til
þess knúinn vegna starfa sinna í verslun og handiðju að ástunda
nákvæmt reikningshald, ef hann vildi treysta og efla samkeppnis-
stöðu sína á markaðnum. Hið sama gilti um þá sem voru eins
konar umboðsmenn hans í vísindum og tækni, en uppgötvanir
þeirra og önnur vísindastörf höfðu mikla þýðingu í þeirri linnu-
lausu baráttu milli einstaklinga, borga og þjóða, sem setti mark
sitt á nýöldina. Það var sjálfsagt mál fyrir alla þessa einstaklinga
að skoða heiminn undir sjónarhorni stærðfræðinnar. Og vegna