Skírnir - 01.09.1992, Page 117
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
379
þess að umrædd stétt varð í tímans rás dæmigerð fyrir samfélags-
heildina, breiddist þessi skoðunarháttur langt út fyrir raðir borg-
arastéttarinnar sjálfrar. Skýringar félagsfræðinnar eru ófullnægj-
andi. Við þörfnumst miklu fremur víðtækrar söguskoðunar. Að
öðrum kosti er hætt við að við tengjum mikilsverðar heimspeki-
kenningar við þýðingarlitla samfélagshópa eða þá sem ekki skipta
sköpum, ellegar rangtúlkum mikilvægi ákveðins hóps og þar með
heildarsamhengi viðkomandi menningar. En það er samt ekki sú
mótbára sem þyngst er á metunum í þessu sambandi. Þegar hið
staðlaða hugmyndafræðihugtak er notað um alla hugsun þá hvílir
það, þegar allt kemur til alls, á þeirri hugmynd að ekki sé til neinn
heimspekilegur né yfirhöfuð nokkur sannleikur, að öll hugsun sé
rígbundin þeim aðstæðum sem menn lifa við. Þannig séu ákveðn-
ar hugsunaraðferðir og niðurstöður sérkenni hverrar stéttar og
hafi einungis gildi fyrir viðkomandi stétt. Þesskonar viðhorf til
heimspekilegra hugmynda gerir alls ekki ráð fyrir að unnt sé að
rannsaka þær á hlutlægan hátt; það felur jafnframt í sér algert
skeytingarleysi gagnvart hagnýtu gildi þeirra og takmarkast við
meira eða minna flókna niðurröðun hugmyndanna eftir samfé-
lagshópum. Þetta á svo að fullnægja kröfum heimspekinnar. Við
sjáum hæglega að umrædd félagsfræðikenning, sem hefði það
reyndar í för með sér, ef menn fylgdu henni eftir, að heimspekin
legði upp laupana sem slík og rynni saman við félagsfræði, er
ekkert annað en endurtekning þeirrar efahyggju sem gagnrýnd
var hér að framan. Henni er ekki í mun að bregða birtu á samfé-
lagslegt hlutverk heimspekinnar, heldur gegnir hún sjálf einfald-
lega því hlutverki að draga allan mátt úr framsýnni hugsun og
stemma stigu við áhrifum hennar.
Hið sanna samfélagshlutverk heimspekinnar er fólgið í gagn-
rýni á ríkjandi ástand. Það þýðir ekki neitt yfirborðslegt nöldur
um einstakar hugmyndir eða aðstæður, líkt og heimspekingurinn
væri ekki annað en skoplegur sérvitringur. Það þýðir ekki heldur
að heimspekingurinn kvarti og kveini yfir einstökum misfellum
og bendi á leiðir til úrbóta. Höfuðmarkmið slíkrar gagnrýni er að
koma í veg fyrir að menn glati sér í þeim hugmyndum og þeirri
breytni sem núverandi samfélagsskipan þröngvar upp á þá. Menn
eiga að öðlast skilning á samhenginu milli starfsemi sinnar sem