Skírnir - 01.09.1992, Page 118
380
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
einstaklinga og þess sem hún leiðir af sér, milli sinnar eigin tilvist-
ar og samfélagsins í heild, milli hversdagslegra fyrirætlana sinna
og þeirra háleitu hugmynda sem þeir aðhyllast. Heimspekin af-
hjúpar þá mótsögn sem menn eru flæktir í, þar eð þeir eru neydd-
ir til þess að styðjast við sundurlausar hugmyndir og hugtök í
hversdagslífinu. Það sem hér er átt við skýrist af því sem nú fer á
eftir. Markmið vestrænnar heimspeki í sinni fyrstu fullsköpuðu
mynd hjá Platoni var að hafna einsýnum viðhorfum og upphefja
þau í víðtækara og sveigjanlegra hugsanakerfi sem félli betur að
veruleikanum. I hverri samræðunni af annarri sýnir Sókrates
hvernig viðmælendur hans flækja sig án afláts í mótsögnum þegar
þeir halda of fast við sín einsýnu sjónarmið. Lærimeistarinn sýnir
fram á að ein hugmynd leiðir óhjákvæmilega til annarrar, því að
hver einstök hugmynd getur aðeins haft merkingu í heildarsam-
hengi hugmyndanna. Lítum t.d. á samtalið um eðli hugrekkisins í
samræðunni Laches. Þegar viðmælandi meistarans hamrar á þeirri
skilgreiningu að hugrekki felist í því að leggja ekki á flótta úr or-
ustu, leiðir Sókrates honum fyrir sjónir að við ákveðnar aðstæður
sé slíkt háttalag engin dygð, heldur fífldirfska - t.d. þegar allur
herinn hörfar og einn maður ætlar sér að sigra óvinina. Hið sama
gildir um það sem kallað er sófrosyne og gróflega væri hægt að
þýða með „hófsemi“ eða „nægjusemi“. Sófrosyne er tvímælalaust
dygð. En hún verður hinsvegar afar hæpin ef hún er gerð að ein-
asta markmiði athafnanna og ekki byggð á þekkingu allra annarra
dygða. Hana er einungis auðið að skilja sem einn lið í breytni sem
íheild sinni er rétt. Svipuðu máli gegnir um réttlætið. Góður vilji,
viljinn til að breyta réttlátlega, er í eðli sínu fagur. En þessi hug-
læga viðleitni hrekkur ekki til. Þær athafnir geta ekki kallast rétt-
látar sem sprottnar eru af góðum ásetningi en missa algerlega
marks í framkvæmd. Þetta gildir jafnt um framtak einstaklinga og
ríkisins. Sérhver aðgerð getur orðið til bölvunar, þrátt fyrir góðan
ásetning frumkvöðuls hennar, ef hún er ekki byggð á víðtækri
þekkingu og er í samræmi við aðstæður. Það sem er - strangt tek-
ið - lagalega rétt, getur orðið argasta óréttlæti, segir Hegel í líku
samhengi. í framhaldi af því má minna á samlíkingu sem fyrir
kemur í samræðunni Gorgías: iðnir bakarans, kokksins og