Skírnir - 01.09.1992, Page 119
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
381
skraddarans eru afar gagnlegar sem slíkar. En þær geta orðið
skaðlegar einstaklingum og mannkyninu öllu, ef ekki er tekið til-
lit til heilbrigðissjónarmiða. Hafnir, skipasmíðastöðvar, borgar-
múrar og skattar eru í sama skilningi nytsamleg fyrirbæri. Sé al-
mannaheill hinsvegar ekki höfð að leiðarljósi, geta þessir nauð-
synlegu þættir öryggis og velferðar orðið að eyðileggingaröflum.
Þesskonar fyrirbæri mátti reyndar greina á millistríðsárunum í
Evrópu, þegar stjórnlaus ofvöxtur varð á einstökum sviðum sam-
félagsins: risavaxnar framkvæmdir, gífurleg skattabyrði, hrikaleg-
ur vöxtur herja og vígbúnaðar, kúgandi agi, einhliða ástundun
náttúruvísinda o.s.frv. I stað skynsamlegrar skipulagningar á
innri og ytri málefnum ríkisins, kom til örrar útþenslu á einstök-
um sviðum siðmenningarinnar á kostnað heildarinnar. Andstæð-
ur mögnuðust og það varð mannkyninu örlagaríkt. Sú krafa
Platons að heimspekingar stjórni ríkinu þýðir ekki að slíkir
stjórnendur skuli valdir úr hópi þeirra sem semja kennslubækur í
rökfræði. Faghugsun þekkir ekkert annað en gróðann í viðskipta-
lífinu, ekkert nema valdbeitingu á hernaðarsviðinu og jafnvel í
vísindum ekkert annað en árangur innan einstakra greina. Sé
slíkri þröngsýni ekki haldið í skefjum, þá leiðir hún til allsherj-
arglundroða í samfélaginu. I augum Platons jafngilti heimspekin
þeirri viðleitni að sameina hin margvíslegu öfl og greinar þekk-
ingar á þann veg að þessir þættir, sem einir og sér geta verið skað-
legir, bæru í sameiningu ríkulegan ávöxt. Að þessu miðaði krafa
hans um að heimspekingar færu með völdin. Þess vegna hafði
hann illan bifur á vinsælum skoðunum, sem einskorðast gjarnan
við tilteknar hugmyndir, þótt þær geti reyndar átt rétt á sér um
stundarsakir. Skynsemin hrærist í kerfi hugmyndanna. Hún fer
frá einni hugmynd til annarrar og þannig er hún fær um að skilja
sanna þýðingu hverrar um sig og beita henni til samræmis við
mikilvægi hennar fyrir þekkinguna í heild.
Þessum díalektíska skilningi beittu hinir miklu heimspekingar
sögunnar í glímu sinni við brýnustu vandamál mannlífsins. Hugs-
un þeirra miðaði ævinlega að því að koma skynsamlegri skipan á
mannlegt samfélag. Á blómaskeiði heimspekinnar að minnsta
kosti jafngilti slíkt skipulag því að hugmynd hins góða yrði gerð