Skírnir - 01.09.1992, Page 120
382
MAX HORKHEIMER
SKÍRNIR
að raunveruleika. Þessu markmiði skyldi náð með því að gera
hugtök bæði hversdagsmálsins og vísindanna skýrari og hnitmið-
aðri með hjálp svonefndrar díalektíkur, svo og með því að ala
einstaklingana upp til réttrar hugsunar og breytni. Þótt Aristótel-
es líti svo á í Metafysika (Frumspeki) sinni að sjálfsrýni sálarinnar
og fræðileg sýn á heiminn jafngildi hinni æðstu gæfu, segir hann
þó afdráttarlaust að slík hamingja sé einungis hugsanleg við
ákveðnar efnislegar forsendur, og ákveðin samfélagsleg og efna-
hagsleg skilyrði. Platon og Aristóteles deildu ekki með Anisþenesi
og Kýníkerum þeirri skoðun að skynsemin væri fær um að taka
sífelldum framförum hjá mönnum sem lifðu hundalífi í orðsins
fyllsta skilningi, né heldur að viska og veraldleg eymd gætu hald-
ist í hendur. Réttlátt samfélag var í þeirra augum nauðsynleg for-
senda fyrir þroska andlegra hæfileika manna og þessi hugmynd er
undirstaða allrar vestrænnar mannúðarstefnu (húmanisma).
Sá sem leggur sig eftir að skilja seinni tíma heimspeki, ekki
bara af yfirborðskenndum handbókum, heldur með því að
sökkva sér sjálfur ofan í sögu hennar, mun komast að raun um að
samfélagsvandinn er ein mikilvægasta driffjöður hennar. 1 því
sambandi nægir að minna á Hobbes og Spinoza. Tractatus-
theologico-politicus var eina höfuðritið sem út kom eftir Spinoza
meðan hann lifði. Djúptæk greining á verkum annarra hugsuða,
svosem Leibniz og Kants, leiðir í ljós að samfélagsleg og söguleg
frumhugtök liggja einmitt til grundvallar sértækustu köflunum í
verkum þeirra, köflum er geyma kenningar um frumspeki og
forskilvitlega rökfræði. Án þessara frumhugtaka eru þau vanda-
mál, sem umræddir höfundar reyndu að leysa, bæði óskiljanleg
og óleysanleg. Itarleg greining á því sem raunverulega dylst að
baki hreinfræðilegum vandamálum heimspekinnar er þess vegna
eitt af forvitnilegustu verkefnum nútímarannsókna á sögu henn-
ar. Slík athugun á reyndar lítið skylt við þær yfirborðslegu til-
raunir félagsfræðinnar til að skýra tengsl heimspeki og veruleika,
sem áður var vikið að. Svipuð verkefni bíða reyndar jafnframt úr-
lausnar á sviði bókmennta- og listasögu.
Að frátöldu því mikilvægi sem rannsókn samfélagslegra
vandamála gegnir bæði leynt og ljóst í heimspekinni, skal enn