Skírnir - 01.09.1992, Page 121
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
383
einu sinni undirstrikað að samfélagslegt hlutverk hennar er ekki
fyrst og fremst fólgið í slíkum rannsóknum, heldur í því að efla
gagnrýna og díalektíska hugsun. Heimspekin er skipuleg og
þrjóskufull viðleitni til að greiða veg skynseminnar í heiminum.
Þess vegna er staða hennar jafn tvísýn og umdeild og raun ber
vitni. Hún er óþæg, óbilgjörn og kemur að engum beinum not-
um, hún er mönnum semsagt til skapraunar. Hún getur hvorki
státað af viðurkenndri mælistiku á árangur sinn, né neinum óve-
fengjanlegum sönnunum. Staðreyndarannsóknir eru vissulega
krefjandi, en þar vita menn þó að minnsta kosti að hverju þeir
ganga. Á hinn bóginn forðast menn yfirleitt í lengstu lög að
takast á við flókin og ruglingsleg vandamál sjálfra sín og annarra;
slíkt vekur hjá mönnum kvíða og ugg. I verkaskiptu samfélagi
nútímans er slíkum vandamálum beint til heimspekinga eða guð-
fræðinga. Ellegar menn hugga sig við þá tilhugsun að örðugleik-
arnir líði hjá og þegar öll kurl komi til grafar, þá sé allt einsog það
á að vera. Síðasta öld evrópskrar sögu hefur þó sýnt með óyggj-
andi hætti að hversu öruggir sem menn þykjast vera, eru þeir þó
ófærir um að búa sér lífsskilyrði í samræmi við hugmyndir sínar
um mennskuna (Humanitat). Gljúfur er á milli þeirra hugmynda,
sem þeir byggja á dóma sína um sjálfa sig og heiminn, og þess fé-
lagslega veruleika, sem þeir endurskapa með athöfnum sínum.
Þess vegna eru hugmyndir manna og skoðanir bæði tvíræðar og
rangsnúnar. Á okkar tímum ramba þeir á barmi ógæfunnar, eða
eru þegar fallnir ofaní hyldýpið. I mörgum löndum eru menn svo
lamaðir vegna nálægðar villimennskunnar að þeir eru nærri óhæf-
ir til að taka á sig rögg og gera eitthvað sjálfum sér til bjargar. Þeir
eru einsog kanínur andspænis hungruðum merði. Kannski geta
menn stundum komist af án gagnrýninnar heimspeki; vöntun á
slíkri heimspeki niðurlægir hinsvegar mennina nú um stundir og
gerir þá berskjaldaða gagnvart ofbeldinu. Sú staðreynd að ákveð-
in kenning getur orðið að blóðlausri og innantómri hughyggju
eða afskræmst í þreytulegt og merkingarlaust slagorðagjálfur,
þýðir ekki að þetta séu hennar sönnu myndir (hvað leiðindi og
flatneskju varðar, þá finnur heimspekin slíkt mun oftar í svo-
nefndum staðreyndarannsóknum). Á þeim tímum sem við nú lif-