Skírnir - 01.09.1992, Page 128
390
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
SKlRNIR
þróun iðnaðar. Áður en nánar verður fjallað um þá stefnu, mun
ég gera stutta grein fyrir stöðu mála fram til ársins 1980 eða þar
um bil.
Taknileg framfarahyggja
Næsta algengt var að fræðimenn á 5. og 6. áratugnum ályktuðu
sem svo að iðnaður þróist fyrir tilstilli tæknilegra framfara, af
handverksstigi til vélvæðingar og stöðlunar og enn síðar til sjálf-
virkni. Þessi viðhorf endurspeglast í rannsóknum Bandaríkja-
mannanna Roberts Blauners og Klarks Cerrs og samstarfsmanna
hans. Álíka sjónarmið birtast einnig í athugun Joan Woodward á
breskum fyrirtækjum.
Meginviðfangsefni Blauners1 var að kanna samspil tækniþró-
unar og firringar. I rannsókninni vísar firringarhugtakið til þverr-
andi áhrifa starfsmanna á val verkfæra, starfsaðferða og annarra
starfsþátta, svo sem vinnuhraða og hreyfanleika við vinnu. Hug-
takið táknar einnig að aukin verkaskipting sem birtist í einhæfum
og stöðluðum störfum án innri ábyrgðar valdi því að vinnu-
ánægja dvínar. Sem að líkum lætur vex nú mjög ytri þýðing starfs-
ins; launin, vinnuaðbúnaður og virðingin sem starfinu fylgir.
Þessi þróun leiðir síðar til sjálfsfirringar mannsins, því vinnan, ein
meginforsenda mannlegs þroska, hefur glatað innra gildi sínu og
er einungis tæki til að draga fram lífið.
Áhrifa tækni á firringu er að mati Blauners unnt að meta með
því að kanna atvinnugreinar á ólíku tæknistigi. I því augnamiði
rannsakar Blauner fjórar greinar iðnaðar í Bandaríkjunum, er
hann álítur að endurspegli mismunandi þróun á braut tæknivæð-
ingar. Þessar greinar eru prentiðn (handverk), textíliðnaður (ein-
föld vélavinna), bílaiðnaður (færibandavinna) og efnaiðnaður
(sjálfvirkni).
Blauner telur að prentun, er hann kannar áður en vélvæðingar
gætir að ráði, og önnur handverksframleiðsla einkennist af lítilli
firringu sökum þess að verkaskipting sé takmörkuð, stöðlun lítil,
1 Robert Blauner: 1964, Alienation and Freedom. Sbr. heimildaskrá.