Skírnir - 01.09.1992, Page 129
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
391
starfið sé margbrotið og útheimti víðtæka menntun og færni af
hálfu handverksmanna. Með aukinni vélvæðingu og tilheyrandi
vinnuskipulagi - líkt og í bílaiðnaði - eykst verkaskipting veru-
lega og hver starfsmaður sinnir mjög takmörkuðum framleiðslu-
þætti, auk þess sem hann verður viðhengi véla, því vinnuhraði
stjórnast af gangi vélanna. Þar við bætist, að nánast allir vinnu-
þættir eru staðlaðir og hannaðir fyrirfram sem veldur því að
verkamaðurinn hefur mjög takmarkað olnbogarými í framleiðsl-
unni. Fyrir vikið dregur úr kröfum um menntun og starfshæfni
verkamanna og firring eykst að sama skapi.
Er fram líða stundir, og sjálfvirkni vex, svo sem í efnaiðnaði,
fjölgar störfum þar sem starfsmenn eru óháðir gangi vélanna en
fást þess í stað við viðhald, fyrirbyggjandi aðgerðir og eftirlit með
framleiðslu. Blauner álítur að þessi framvinda dragi verulega úr
firringu vinnunnar.
Það einkennir framleiðslu í efnaiðnaði og skyldum greinum,
að hráefni flæðir í gegnum framleiðsluferli án teljandi mannlegrar
íhlutunar. Auk þess eru flestir vinnsluþættir samtengdir og brýnt
er að samhæfa framleiðslu í eina órjúfanlega heild. Blauner telur
að þessi sérkenni hafi þau áhrif á mannlega vinnu að annars vegar
aukist áhrif verkamanna, því þeir séu næsta frjálsir ferða sinna og
starfið bjóði upp á vissan sveigjanleika, t.d. geti starfsmaður
nokkru ráðið um það hvenær hann lesi af mælum, eða sinni við-
haldi. Hins vegar dregur sjálfvirkni úr verkaskiptingu og vinnu-
umfang eykst, auk þess sem starfsfólk fær aukna yfirsýn yfir
framleiðsluna, þar eð vinnslan er ein samhangandi heild. Sem að
líkum lætur verður starfsmaður einnig hluti af órjúfanlegri starfs-
heild, þar sem hver og einn gegnir sérstæðu og mikilvægu hlut-
verki. Af þessu leiðir, að inntak vinnunnar eykst á ný. Um það
atriði ritar Blauner: „I handverksframleiðslu gætir inntaksleysis
lítt þar sem sérhver handverksmaður leggur sitt af mörkum til
sköpunar sérstæðrar afurðar. I sjálfvirkni (continuous-process
production) er firring sömuleiðis fátíð sökum þess að sérhver starfs-
maður gegnir einstæðu hlutverki í ferli staðlaðrar framleiðslu."2
2 Sama rit, bls. 173.