Skírnir - 01.09.1992, Page 130
392
INGIRÚNAR EÐVARÐSSON
SKÍRNIR
Að endingu má geta þess að Blauner telur að sjálfvirkni muni
auka færni og þroska meginþorra starfsmanna, þar eð hún út-
heimti tæknilega þekkingu, dómgreind og ábyrgðartilfinningu.3
Önnur víðkunn rannsókn er tekur mið af tæknihyggju er
könnun Joan Woodward á mikilvægi tækni fyrir skipulag og
stjórnun fyrirtækja.4 Rannsókn hennar byggði á úrtaki 100 fyrir-
tækja á Essex-svæði í Bretlandi og leiddi í ljós að þar ríktu afar
ólíkir skipulagshættir. Við nánari eftirgrennslan komst Wood-
ward að því að fyrirtækin studdust við ólíka tækni og fram-
leiðsluskipan sem aðgreina má í þrjá meginflokka, þ.e. fram-
leiðslu í smáum einingum, fjöldaframleiðslu, og sjálfvirkni (eða
síflæðiferli). Með hliðsjón af því ályktaði Woodward að tækni
mótaði skipulag fyrirtækja með þeim hætti að skipulag í anda vís-
indalegrar stjórnunar (rík verkaskipting, hátt hlutfall stjórnenda
og tæknimanna o.s.frv.) hentaði fyrirtækjum er fjöldaframleiði
vöru, en lítil verkaskipting og einföld stjórnunarform hentuðu
fyrirtækjum er framleiða takmarkaðan fjölda afurða.
Þeir Klark Cerr og félagar álíta að iðnvæðing ali af sér áþekka
samfélagsþróun óháð því hvar slík umbylting eigi sér stað.5 Stafar
það af því að úrlausnarefni er lúta að iðnframleiðslu og dreifingu
neysluvarnings séu þau sömu í flestum iðnríkjum. Cerr og félagar
telja að þetta sérkenni iðnvæðingar orsaki hliðstæða samfélags-
skipan meðal iðnþjóða og að það dragi úr þýðingu menningar og
hugmyndafræði er fram líða stundir. Ennfremur rita þeir að litlu
skipti þótt ólíkir valdahópar beiti mismunandi aðferðum við að
umbylta framleiðsluháttum, því niðurstaðan verði ein og hin
sama, þ.e.a.s. opið iðnaðarsamfélag sem markist af eftirtöldum
sérkennum: félagslegur hreyfanleiki er umtalsverður; ráðning
starfsmanna byggist á hæfileikum og almennum reglum (en ekki á
fjölskyldutengslum eða erfðum); starfsmenn hafa aðlagast iðn-
3 Bandaríkjamaðurinn James R. Bright er á öndverðri skoðun við Blauner. í
bók sinni frá 1958, Automation and Management, telur hann að sjálfvirkni
dragi úr hæfniskröfum fremur en auki þær. A þeim tíma er bókin birtist þótti
þetta nýstárleg skoðun, og rannsókn hans varð ekki víðkunn fyrr en á 8. ára-
tugnum er umræðan um þróun iðnaðar hafði tekið nýja stefnu.
4 Joan Woodward: 1958, Management and Technology.
5 Klark Cerr og fleiri: 1960, lndustrialism and Industrial Man.