Skírnir - 01.09.1992, Síða 131
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
393
framleiðslu (eru stundvísir, reglusamir og afkastamiklir); félagsleg
samskipti lúta flóknum reglum er eining ríkir um; samningagerð,
starfsemi hagsmunafélaga og skyldir þættir einkennast af sífellt
auknum afskiptum stjórnvalda.
Af þessum rannsóknum má ráða að alllengi eftir heimstyrjöld-
ina síðari töldu vísindamenn að tækni gegndi lykilhlutverki í þró-
un atvinnulífs. Álitið var að hún væri aflvaki framfara og marg-
háttaðra þjóðfélagsbreytinga. Auk þess leiddu menn að því líkur
að hún væri sjálfstæð í þeim skilningi að hún mótaðist lítt af
þjóðfélagseinkennum svo sem hefðum á vinnumarkaði, löggjöf,
skipulagi verkalýðshreyfingar, menningu og því um líku. Enn-
fremur fullyrtu margir að eigi væri unnt að stöðva framþróun
tækninnar, jafnframt því sem afleiðingar hennar yrðu svipaðar í
löndum þar sem tækninýjunga gæti. Þá töldu nokkrir fræðimenn
að tæknivæðing atvinnulífs væri æskileg þar eð hún dragi úr firr-
ingu og auki manngildi vinnunnar.6
Timburmenni kapítalískrar iðnvœðingar
Stefnubreyting varð í umræðu um þróun iðnaðar á áttunda áratug
aldarinnar, og hana má að mestu rekja til bókar Harry
Bravermans, Labor and Monopoly Capital (1974), er olli straum-
hvörfum í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar.
Braverman færist mikið í fang í riti sínu, því hann gaumgæfir
það sem hann nefnir vansæmd vinnunnar á 20. öld, jafnframt því
sem hann getur um almenna skipan „kapítalískra einokunarsam-
félaga" með því að kanna sérkenni stórfyrirtækja, aukið hlutverk
markaðar í daglegu lífi fólks, vaxandi ríkisafskipti o.s.frv. Auk
þess getur hann um breytingar á atvinnusamsetningu og stéttar-
gerð slíkra þjóðfélaga.
Braverman byggir greiningu sína á skrifum Karls Marx og
leitast við að færa kenningar hans til nútímahorfs. Líkt og Marx
telur Braverman að kapítalískt þjóðfélag búi yfir eftirfarandi
6 Geta ber þess, að í greinum eins og félags- og sálarfræði var einnig fengist við
að rannsaka vinnuhópa, félags- og sálfræðilegar þarfir á vinnustað sem og aðra
þætti sem tengjast tækni einungis með óbeinum hætti (sjá Paul Thompson:
1983, 15-37).