Skírnir - 01.09.1992, Side 133
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
395
Með þessu móti eru yfirráð og vinnuþekking flutt með skipu-
lögðum hætti frá verkamönnum til stjórnenda. Að mati
Bravermans er þetta ein meginforsenda þess að atvinnurekendum
auðnist að auka framleiðni og umbylta framleiðslu. Samkvæmt
Braverman hefur vísindaleg stjórnun einnig í för með sér, að laun
lækka þegar til lengdar lætur, því forsendan að baki aðgreiningu
hugar og handar felur í sér stóraukna verkaskiptingu, þar sem
verulegur fjöldi einhæfra starfa skapast. Það dregur úr mennta-
kröfum, er aftur leiðir af sér að fjölmennir hópar verkamanna
geta keppt um slík störf.
Slík „afmennskun" vinnunnar, svo vitnað sé til orða Braver-
mans, elur sífellt af sér andstöðu verkamanna, auk þess sem mikl-
ar fjarvistir, tíð vinnuskipti, skemmdarverk og önnur firringar-
einkenni spretta fram. Atvinnurekendur hafa tilhneigingu til þess
að innleiða nýja tækni og vélvæða framleiðslu sem andsvar við
þeirri þróun. Geta má þess að Braverman telur að þetta skapi sér-
kennilega þversögn sem felist í því að á sama tíma og framleiðslu-
ferli verði sífellt tæknivæddari og flóknari, verði störf starfs-
manna í kapítalísku samfélagi einhæfari með hverju ári sem líður.
Enn er þess að geta að þróun vinnustaða og starfa undan-
gengna áratugi bera vísindalegri stjórnun afar glöggt vitni að mati
Bravermans. Fyrirtæki eru ekki aðeins skýrt aðgreind í hönnun-
ar- og framleiðslueiningar, heldur er einnig næsta algengt að
framleiðsla eigi sér stað víðsfjarri þeim stað þar sem hönnun fer
fram og stefna er mörkuð. Einnig hefur því starfsfólki fjölgað
mjög er ástundar eftirlit, hönnun og stjórnun, og í mörgum lönd-
um Vesturálfu eru slíkir hópar starfsmanna orðnir ærið fjölmenn-
ir. Braverman telur að þessara hópa bíði sömu örlög og verka-
manna: „andleg vinna, vinna sem að mestu er framkvæmd í hug-
anum, er undirorpin sömu grundvallarforsendu um aðgreiningu
hugkvæmni og framkvæmdar: andleg vinna er í fyrstu aðgreind
frá líkamlegri vinnu og [...] hún er sundurgreind samkvæmt sömu
reglu er frá líður.“8
Af þessu má ljóst vera að Braverman álítur að framþróun í
iðnaði, t.d. til aukinnar sjálfvirkni, muni ekki vera sá hvalreki á
8 Samarit, 118.