Skírnir - 01.09.1992, Síða 134
396
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
SKÍRNIR
fjörur verkalýðs sem Blauner og fleiri fræðimenn hafa bundið
vonir við. Athyglisvert er einnig að tæknin hefur að hans mati
tapað sakleysi sínu, því hún endurspegli aðeins kapítalíska fram-
leiðsluskipan og sé þar af leiðandi beitt gegn verkafólki á ýmsa
lund.
Rit Bravermans hefur alið af sér margvíslegar rannsóknir er
framkvæmdar hafa verið til að skera úr því hvort störf hafi verið
stöðluð og verkskipt og hvaða stjórnunarform hafi ríkt undan-
gengna áratugi. Oftar en ekki hafa þær leitt í ljós að fjölbreytni í
stjórnun hefur verið meiri en Braverman hefur látið í veðri vaka,9
og að vanvirðing vinnunnar hafi alls ekki verið einhlít. Bent hefur
verið á að andspyrna verkamanna hafi dregið úr slíkri þróun og
að ný hæfni skapist við forritun, eftirlit og viðhald flókinna
tækjasamstæða.10
Rannsókn Þjóðverjanna Horst Kerns og Michaels Schumanns
átti eftir að hafa víðtæk áhrif á sviði vinnurannsókna.* 11 Viðfangs-
efni þeirra er að kanna annars vegar áhrif tæknivæðingar á störf í
iðnaði, og hins vegar að rannsaka á hvern hátt tækniþróun orkar
á vitund verkamanna. Hér verður aðeins gerð grein fyrir fyrra
markmiðinu.
Ólíkt fyrri fræðimönnum á þessu sviði telja þeir að fram-
vindan sé ekki einhlít, en þróist þess í stað með óreglubundnum
hætti og þá misjafnlega eftir atvinnugreinum og tegund fram-
leiðslu. Jafnframt telja þeir að aukin vélvæðing ali af sér ný
vinnuform á sama tíma og skipulag vinnustaða viðhaldi eldri
vinnuaðferðum, þar eð það þróist hægar en tæknin. Af þessu
leiðir að vinnumarkaður skauthverfist, þ.e. störfin dreifist með
þeim hætti að viss hópur verkamanna fáist við einhæf, slítandi
störf líkt og færibandavinnu, en aðrir hópar verkamanna ástundi
fjölhæf og krefjandi störf. Á þennan hátt komust Kern og
Schumann að því, við lok 7. áratugarins er könnun þeirra var
9 Sjá í þessu sambandi t.d. M. Burawoy: 1985, The Politics of Production; R. Ed-
wards: 1979, Contested Terrain og A. Friedman: 1977, Industry and Labour.
10 Sjá A. Friedman: 1977, Industry and Labour; R. Penn: 1986, „Where have all
the craftsmen gone?“; S. Wood; ritstj.: 1982, The Degradation ofWork?
11 Kern og Schumann: 1973, Industriearbeit und Arbeiterbewujhsein.