Skírnir - 01.09.1992, Side 137
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
399
framleiðslu til handverks. í því sambandi benda þeir á vaxtar-
svæði Norður-Italíu (Reggio-Emilia), Austurríkis (Salzburg-
svæðið) og Þýskalands (Baden-Wurttemberg), sem einkennast af
litlum eða meðalstórum fyrirtækjum sem skipulögð eru í anda
sveigjanlegrar sérhæfingar. Fyrirtækin ráða fagmenntaða og fjöl-
hæfa starfsmenn, hagnýta sér alhliða tækni (tölustýrðar vélar,
tölvutækni), fylgjast vel með tækninýjungum, eru sérhæfð og
bregðast skjótt við markaðsbreytingum. Þar við bætist að þau eru
hluti af því byggðarlagi þar sem starfsemi á sér stað, en eru ekki
yfir það hafin líkt og fjölþjóðafyrirtæki. Þetta dregur úr óhóflegri
samkeppni og hvetur til samvinnu sjálfstæðra verktaka, jafnframt
því sem vinatengsl og svæðishefðir hindra undirboð og mis-
notkun á starfsfólki.15 Athygli vekur að Piore og Sabel telja að ó-
hófleg samkeppni geti verið efnahagslífinu skaðleg, því sú tækni-
lega lausn sem verður ofan á í samkeppni fyrirtækja er ekki nauð-
synlega sú besta, heldur endurspeglar hún oftar en ekki sérhags-
muni líðandi stundar (t.d. stórfyrirtækja), og kemur jafnframt í
veg fyrir að aðrar lausnir, er henta öðrum aðstæðum, vaxi og
dafni.16
Með því að beina framleiðslu í átt að sveigjanlegri sérhæfingu,
telja Piore og Sabel að lykillinn að Paradís sé kominn í leitirnar.
Þá muni ekki aðeins efnahagsleg velsæld aukast, heldur einnig
myndast fjölþætt og skapandi störf fyrir þorra vinnufærra manna.
Á líkan hátt benda Þjóðverjarnir Horst Kern og Michael
Schumann á að mikillar hagræðingar hafi gætt í helstu iðngrein-
um Þýskalands (bíla-, efna-, og vélaiðnaði) sem rekja megi til
aukinnar samkeppni við erlenda aðila.17 Athyglisvert er að hag-
ræðingin hefur alið af sér ný stefnumið varðandi vinnuskipan,
menntun og starfsmannahald, því þeim virðist sem ófaglærðum
starfsmönnum sé ofaukið í tæknivæddum iðnaði. Miklar fjárfest-
ingar og aukin vöruvöndun af þessum sökum kalla á grundvallar-
breytingar á nýtingu starfsmanna, þar eð aukin framleiðni er því
15 Piore og Sabel: 1984, The Second Industrial Divide, 19-48,194-220, 251-280.
16 Sama rit, 38-44.
17 Kern og Schumann: 1987, „The Limits of the Division of Labour", Economic
and Industrial Democracy, Vol. 8, 151-170.