Skírnir - 01.09.1992, Page 138
400
INGIRÚNAR EÐVARÐSSON
SKÍRNIR
aðeins möguleg að komið sé fram við starfsfólk með „upp-
lýstum“ hætti. Af þessu leiðir að senn mun verða þörf fyrir áður
óþekkta færni sem hvorki tæknifræðingar né iðnaðarmenn búa
yfir. Þess í stað er nauðsynlegt að þjálfa nýja starfsstétt er tekur
jafnt mið af tækniþekkingu sem verklegri færni, en byggir lítt á
kunnáttu um efnisleg ferli. Um þetta atriði rita Kern og
Schumann eftirfarandi: „Hinn nýi verkamaður er eins konar skáti
- hann er næmur fyrir bilunum, er viðbragðsfljótur og sjálfstæð-
ur í hugsun og getur gripið til fyrirbyggjandi athafna þegar þörf
krefur.“18 Að auki telja Kern og Schumann að þessi þróun muni
útrýma verkaskiptingu í þeirri mynd sem einkennt hefur atvinnu-
líf Evrópulanda fram til þessa.
Kern og Schumann benda á aðra framvindu, sem einkennist af
því að þegar iðngreinar eiga í vanda, svo sem skipasmíðar, stál-
iðnaður og námugröftur, sé rík tilhneiging til þess að segja upp
starfsfólki svo auka megi hagræði fyrirtækja. Af þessu leiðir að
atvinnu og launakjörum hefur sjaldan verið jafn misskipt sem nú.
Sigurvegara í aukinni hagræðingu telja þeir vera fagmenntaða
starfsmenn og verkamenn sem ástunda viðhald í háþróuðum iðn-
aði. Ófaglærðir starfsmenn tæknivæddra greina eiga hins vegar
undir högg að sækja sökum aldurs og skorts á fagþekkingu, og
því eru líkur á að þeim verði sagt upp störfum þegar fram í sækir.
Þriðja hópinn fylla þeir sem alltaf bera skarðan hlut frá borði,
þ.e.a.s. starfsmenn þeirra atvinnugreina sem líkt og áðurnefndar
greinar eiga sér litla framtíðarvon. Að endingu er fylking þeirra
sem eru atvinnulausir um lengri tíma. Telja Kern og Schumann að
hin nýju stefnumið í iðnaði hreki þennan hóp enn lengra út í ör-
birgð atvinnuleysis. Ekki er úr vegi að vitna beint til orða þeirra í
þessu sambandi. „Frá lokum seinni heimstyrjaldar hefur [...] á-
hættu og tækifærum, sem tengjast iðnstörfum, [aldrei] verið
dreift með jafn ólíkum hætti á meðal verkamanna sem nú.“19
Aðrir fræðimenn hafa einnig bent á líkur þess að sveigjanleg
sérhæfing ali af sér skauthverfingu vinnumarkaðar, þ.e.a.s. að
starfsmenn verði dregnir í dilka þar sem föstum kjarna verði boð-
18 Samarit, 162-163.
19 Sama rit, 166.