Skírnir - 01.09.1992, Side 139
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
401
ið atvinnuöryggi til margra ára, skapandi starf, góð launakjör og
hagkvæmar tryggingar. Á sama tíma megi lausamenn búa við
skammvinn verkefni, versnandi launakjör, og einhæf, slítandi
störf.20 Svo sem ætla má hefur reynst erfitt að áætla stærð þessara
hópa. Heimildir herma, að tala lausamanna nemi allt að 34% af
heildarmannafla í Bretlandi og fjórðungi af starfsliði Bandaríkj-
anna.21 í Þýskalandi áætlar Wolfgang Lecher að á næstu árum
sundurgreinist mannaflinn á þann veg að fjórðungur verði fastur
kjarni starfsmanna, og að annar fjórðungur samanstandi af ófag-
lærðu fólki sem hefur trygga atvinnu en ástundar lítt krefjandi
vinnu. Hinn hlutinn, helmingur starfsmanna, verður að endingu
ráðinn til tímabundinna verkefna. Þessi hópur mun verða saman-
settur af tveimur ólíkum fylkingum - ómenntuðum lausa-
mönnum annars vegar og sérfræðingum eða fagmönnum hins
vegar, svo sem tölvufræðingum, endurskoðendum, matreiðslu-
fólki o.s.frv.22
Geta ber þess, að þær tölur sem hér eru nefndar eru einungis
áætlanir, enda er erfitt um vik að skyggnast inn í framtíðina. Auk
þess kennir reynslan okkur að þær spár sem gerðar hafa verið á
mannaflaþróun síðustu áratugi hafa geigað á marga lund. Algengt
er að fræðimenn áætli umfangsmeiri breytingar en þær sem átt
hafa sér stað þegar litið er til sögulegra þátta.
Erlendis hefur sveigjanleg sérhæfing víða umbreytt skipulagi
fyrirtækja. Heimildir herma að endurskipulagning er dragi úr
verkaskiptingu einfaldi launakerfi og samningagerð vegna þess að
starfsheitum fækkar. Ennfremur hafa nokkur fyrirtæki lagt ríkari
áherslu á hegðun og skoðanir starfsmanna fremur en hefðbundið
afkastamat við ákvarðanir um stöðuhækkun. Þar við bætist að
reynt hefur verið að draga úr áhrifum verkalýðsfélaga með ýms-
um ráðum, og færa samningagerð til fyrirtækja frá samtökum
launamanna og atvinnurekenda. Einnig hefur gætt breytinga á
vinnutíma í því skyni að semja hann að sveiflum í eftirspurn og
framleiðslu fyrirtækja. Það hefur ýmist verið gert með því að
20 Fróðir lesendur sjá hér viss samkenni með skipan japanska vinnumarkaðarins.
21 Paul Thompson og David McHugh: 1990, 200.
22 André Gorz: 1989, Critique of Economic Reason, 67.