Skírnir - 01.09.1992, Page 140
402
INGI RÚNAR EÐVARÐSSON
SKÍRNIR
semja um afnám yfirvinnu og matarhléa, en ráða þess í stað
starfsfólk í hlutastörf til þess að mæta þenslutoppum, þrískiptar
vaktir hafa verið innleiddar og fleira mætti telja.
Að endingu sýna rannsóknir að nokkuð er misjafnt eftir at-
vinnugreinum hvaða þættir framleiðslu og þjónustu taka breyt-
ingum. Talið er að iðnfyrirtæki beini athygli að endurskipulagn-
ingu starfa, en fyrirtæki í þjónustugreinum (bankar, tryggingafé-
lög, verslanir, skemmtistaðir, veitingahús o.fl.) leitist við að
breyta starfsmannahaldi með því að bjóða út vissa starfsemi, ráða
fólk í hlutastörf o.s.frv.
3. Iðnþróun fyrr og nú
Hér að framan hefur verið frá því greint að fræðimenn hafa löng-
um velt vöngum yfir áleitnum vandamálum er tengjast iðnþróun.
I mörgum tilvikum hafa úrlausnarefni verið af svipuðum toga.
Þegar til þess er litið er eðlilegt að spurt sé hvort hinar nýju á-
herslur í þróun iðnaðar séu einungis gamalt vín á nýjum belgjum
eða hvort þær marki gagngera stefnubreytingu. Því er til að svara
að svo virðist sem mun fleiri fyrirtæki en fyrr séu skipulögð í
anda sveigjanlegrar sérhæfingar og að veikari staða verkalýðs-
hreyfingar víða um Vesturálfu hin síðari ár hafi greitt fyrir þeirri
þróun. Að öðru leyti er margt með svipuðum hætti. Þannig
minna skrif Piore og Sabel óneitanlega á umfjöllun Blauners um
sjálfvirkni, og enn sem fyrr gegnir tæknin lykilhlutverki. Að auki
eru niðurstöður Kerns og Schumanns nú ekki ýkja frábrugðnar
fyrri niðurstöðum að því undanskildu að þeir telja að nú muni
annað skautið - einhæf, slítandi störf - hverfa með tæknivæðingu.
Athygli hefur verið vakin á því að gætt hafi tilhneigingar til
þess að oftúlka þær breytingar er stefna að sveigjanlegri sérhæf-
ingu.23 Talið er að líkt og fyrr muni margskonar rekstrarform
verða við lýði, og t.d. er langt í frá að fjöldaframleiðsla líði undir
lok, svo sem framleiðsla bíla, sjónvarpa og tölva ber enn glöggt
vitni. Fyrirtæki sem byggja afkomu sína á fjöldaframleiðslu hafa
23 Paul Thompson og David McHugh: 1990, Work Organisations; Stephen
Wood: 1989, „The transformation of work?“ í The Transformation ofWork?.