Skírnir - 01.09.1992, Page 156
SKÍRNISMÁL
Smáræða
á ráðstefnunni„Við erum gestir og hótel okkar er jörðina, 1989.
I.
viTur MAÐUR MÆLTI FORÐUM: Þekktu sjálfan þig. Sá sem þekkir
ekki sjálfan sig, sá sem til dæmis skilur ekki eigin hæfileika, eigin
tilhneigingar, eigin getu, eða eigið eðli og gerð, er ekki líklegur til
að lifa góðu og ánægjulegu lífi. Honum hættir til að ráðast í verk
sem hann ræður ekki við, eða sem henta honum illa. Og honum
hættir einnig til að sjást yfir hvað hentar honum vel. Slíkur maður
er ævinlega fúll, honum er illa við sjálfan sig og þess vegna illa við
aðra. Hann er órólegur og ósáttur - en hann skilur ekki af hverju.
Um slíka náunga mætti nefna mörg dæmi, en ég sleppi því. Það
skiptir ekki máli. Aðalatriðið er að það sem ég hef sagt hér um
einstaklinga, á að mínu viti jafnt við um þjóðir. Þjóð sem þekkir
ekki sjálfa sig er illa í stakk búin til að skapa þegnum sínum þau
lífsskilyrði sem þeir eiga skilin.
Þekkir íslenska þjóðin sjálfa sig? Auðvitað gerir hún það að
vissu leyti. Islendingar eru stoltir af því að þeir kunna sögu þjóð-
arinnar í stóru og smáu, allt frá námi landsins og fram til þessa
dags. Þeir eru einnig stoltir af íslenskum bókmenntum sem veita
þeim mikilvægan skilning á þjóðarsálinni. Þetta er gott og bless-
að, en ég held að allt of mikil áhersla hafi verið lögð á þetta. Ég tel
að okkur landsmönnum hafi sést yfir ýmislegt sem þó ætti að
skipta miklu máli í skilningi okkar á veruleika íslenskrar þjóðar á
síðari hluta tuttugustu aldar. En hér ætla ég aðeins að ræða eitt
dæmi.
Mest áberandi einkenni íslensku þjóðarinnar er smæð hennar.
Ef ísland er hótel og við erum gestir er það fyrsta sem ber að taka
eftir hvað Hótel Island er lítið, og sérstaklega eftir því hversu fáir
gestirnir eru - sleppum því hér hvað þetta hótel er dýrt!
Það er auðvitað engin nýjung að minna á smæð þjóðarinnar.
En hvað felur þessi smæð í sér? Hvaða hlutverki gegnir hún í
Skírnir, 166. ár (haust 1992)